fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
Pressan

Kínverjar lofa að hætta að byggja ný kolaorkuver

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 22. september 2021 19:00

Xi Jinping, forseti Kína.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kínverjar ætla að hætta að fjármagna verkefni, sem byggjast á notkun kolaorku, í þróunarríkjum. Þetta sagði Xi Jinping, forseti Kína, þegar hann ávarpaði Allsherjarþing SÞ í gegnum fjarfundabúnað í gær.

Hann sagði að Kínverjar ætli að auka stuðning við þróunarríki svo þau geti byggt upp umhverfisvæna orkugjafa og ætla ekki að fjármagna verkefni sem byggjast á notkun kolaorku.

Brennsla kola losar um mikið magn CO2 sem á að sögn vísindamanna stóran þátt í hnattrænni hlýnun.

Kínverjar hafa sætt miklum þrýstingi frá mörgum ríkjum um að hætta að fjármagna kolaorkuver í öðrum ríkjum, þar á meðal í mörgum Afríkuríkjum.

Fyrr á árinu tilkynntu Suður-Kórea og Japan um samskonar aðgerðir en ríkin ásamt Kína hafa verið þau einu sem hafa boðið upp á fjárfestingar í stórum stíl til kolafrekra verkefna víða um heiminn.

Xi lofaði einnig að Kínverjar muni gera meira til að berjast gegn loftslagsbreytingunum.

Hvergi í heiminum eru fleiri kolaorkuver en í Kína en Kínverjar eyða nú háum fjárhæðum í að færa orkunotkun sína yfir í umhverfisvæna orku.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Endanleg krufningarskýrsla gefur til kynna hræðilega síðustu daga stórleikarans

Endanleg krufningarskýrsla gefur til kynna hræðilega síðustu daga stórleikarans
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hófdrykkjufólk er í aukinni hættu á að fá krabbamein og hjarta- og æðasjúkdóma

Hófdrykkjufólk er í aukinni hættu á að fá krabbamein og hjarta- og æðasjúkdóma
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni