fbpx
Sunnudagur 19.október 2025
Pressan

Slæmar horfur – Líkur á fleiri heimsfaröldrum

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 2. september 2021 06:59

Heimsfaraldur kórónuveiru er örugglega ekki síðasti heimsfaraldurinn.Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eflaust eru margir hissa á því hversu miklar afleiðingar það getur haft að veirur berist úr dýrum í fólk og verði að heimsfaraldri eins og yfirstandandi kórónuveirufaraldri. Slæmu fréttirnar eru að þetta getur gerst aftur.

Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar vísindamanna við Duke háskólann. Samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar þá eru líkurnar á að heimsfaraldur, á borð við yfirstandandi heimsfaraldur, brjótist út tvö prósent á ári. Einnig komust vísindamennirnir að þeirri niðurstöðu að líkurnar á faröldrum fari vaxandi því við finnum sífellt fleiri veirur í náttúrunni sem geta hugsanlega þróast og orðið að faröldrum síðar.

Vísindamennirnir fóru í gegnum vísindaleg gögn og bókmenntir sem vísa til stórra faraldra síðustu fjórar aldirnar. Út frá þessu gerðu þeir gagnagrunn um alla heimsfaraldra sem þeir fundu. Í gagnagrunninum eru þekktir sjúkdómar á borð við kóleru og bólusótt.

Vísindamennirnir segja að líkurnar á nýjum faröldrum aukist því við séum sífellt að uppgötva nýjar veirur sem geta borist úr dýrum í fólk. Ekki er þó vitað hvort við erum einfaldlega orðin betri í að finna þessar veirur eða hvort þeim fari fjölgandi. En meðal þeirra raka  sem hafa verið sett fram fyrir auknum líkum á heimsfaröldrum er að eftir því sem jarðarbúum fjölgi þá ferðist fólk meira og umgangist náttúruna í meiri mæli en áður. Þá séu líkur á að veirur berist í fólk þegar skógar eru ruddir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Tveggja barna faðir fann jónu í vinnunni – Tveimur tímum síðar var hann látinn

Tveggja barna faðir fann jónu í vinnunni – Tveimur tímum síðar var hann látinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

UFC-goðsögnin talin glíma við óvenjulegan geðsjúkdóm eftir að hafa ítrekað ráðist á móður sína

UFC-goðsögnin talin glíma við óvenjulegan geðsjúkdóm eftir að hafa ítrekað ráðist á móður sína
Pressan
Fyrir 3 dögum

Móðir sótti ekki soninn til barnapíunnar – Áratugum seinna voru borin kennsl á hana

Móðir sótti ekki soninn til barnapíunnar – Áratugum seinna voru borin kennsl á hana
Pressan
Fyrir 3 dögum

Járnfrúin sögð hafa haldið framhjá tvisvar og átt í sérstöku sambandi við náinn ráðgjafa

Járnfrúin sögð hafa haldið framhjá tvisvar og átt í sérstöku sambandi við náinn ráðgjafa
Pressan
Fyrir 5 dögum

Gekk á milli lækna en enginn vissi hvað var að – Fékk svarið þegar hann lýsti einkennunum fyrir gervigreindinni

Gekk á milli lækna en enginn vissi hvað var að – Fékk svarið þegar hann lýsti einkennunum fyrir gervigreindinni
Pressan
Fyrir 5 dögum

Svikakvendi sem rændi 40 milljónum af aldraðri konu sagt dveljast á Tenerife

Svikakvendi sem rændi 40 milljónum af aldraðri konu sagt dveljast á Tenerife
Pressan
Fyrir 6 dögum

Sextug kona lést í furðulegu slysi þegar hún var að þvo bílinn sinn

Sextug kona lést í furðulegu slysi þegar hún var að þvo bílinn sinn
Pressan
Fyrir 6 dögum

Stakk móður sína til bana en orð lítils barns nísta hjartað

Stakk móður sína til bana en orð lítils barns nísta hjartað