fbpx
Þriðjudagur 02.desember 2025
Pressan

Ungmenni setja nikótínpúða undir forhúðina, í endaþarminn eða í leggöngin – Fagfólk hefur áhyggjur

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 16. september 2021 07:02

Sænskt snús er vinsælt. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fagfólk hefur miklar áhyggjur af ungmennum sem nota nikótínpúða og það ekki eingöngu í munninn. Dæmi eru um að þau troði þeim undir forhúðina, í endaþarminn eða í leggöngin. Varla þarf að fjölyrða um hættuna sem getur stafað af þessu.

Lengi hefur verið þekkt að ungmenni, og fullorðnir, noti nikótínpúða og troði þeim undir vörina en nú virðast margir troða þeim í önnur líkamsop. Þetta kemur fram í umfjöllun Danska ríkisútvarpsins sem ræddi við sérfræðinga í heilbrigðismálum.

„Stundum er þetta partýkúltúr. Unga fólkið er áhættusækið og vill kannski skora hvert annað á hólm. En þetta er líka örugglega vegna þess að sumir vilja leyna því að þeir eru orðnir háðir þessu og vilja ekki að foreldrar þeirra komist að því,“ sagði Rikke Højland, heilbrigðisráðgjafi í Holsterbro. Hún sagðist heyra að unga fólkið sé mjög hugmyndaríkt þegar kemur að notkun nikótínpúðanna og það sé mikið áhyggjuefni.

Með því að setja nikótínpúðana í þessi líkamsop komast þeir í beina snertingu við slímhimnuna og það getur valdið tjóni á henni eins og þeir gera einnig þegar þeir eru settir undir varirnar. Mörg dæmi eru um slæmt tjón á tannholdi vegna nikótínpúðanotkunar.

Dönsk heilbrigðisyfirvöld telja að allt að 10% ungmenna noti nikótínpúða eða álíka vörur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Sakamál: Áttræð amma fékk óþægilega heimsókn frá lögreglunni

Sakamál: Áttræð amma fékk óþægilega heimsókn frá lögreglunni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Telja sig hafa leyst ráðgátuna um hina dularfullu blóðsugu „chupacabra“

Telja sig hafa leyst ráðgátuna um hina dularfullu blóðsugu „chupacabra“
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Hann sveik hvern einasta Bandaríkjamann sem hjálpaði honum að komast hingað“

„Hann sveik hvern einasta Bandaríkjamann sem hjálpaði honum að komast hingað“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Magnað góðverk mannsins sem vann einn stærsta lottóvinning í sögu Bretlands

Magnað góðverk mannsins sem vann einn stærsta lottóvinning í sögu Bretlands
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hann hélt áfram að brjóta á stelpum eftir að mál hennar var fellt niður

Hann hélt áfram að brjóta á stelpum eftir að mál hennar var fellt niður
Pressan
Fyrir 5 dögum

Trump móðgar enn eina blaðakonuna – „Ljót, bæði að innan og utan“

Trump móðgar enn eina blaðakonuna – „Ljót, bæði að innan og utan“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Á yfirborðinu var hann sigursæll þjálfari en undir niðri leyndust myrkar hvatir

Á yfirborðinu var hann sigursæll þjálfari en undir niðri leyndust myrkar hvatir
Pressan
Fyrir 6 dögum

Þrír bræður fóru í veiðiferð en aðeins einn kom heim – Skelfileg sjón blasti við lögreglu

Þrír bræður fóru í veiðiferð en aðeins einn kom heim – Skelfileg sjón blasti við lögreglu