fbpx
Þriðjudagur 02.desember 2025
Pressan

Frakkar drápu leiðtoga Íslamska ríkisins

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 16. september 2021 06:42

Adnan Abu Walid al-Sahrawi. Mynd:Twitter

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frönskum hersveitum tókst nýlega að drepa Adnan Abu Walid al-Sahrawi leiðtoga hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við Íslamska ríkið í Sahel. Emmanuel Macron, Frakklandsforseti, tilkynnti þetta á Twitter í nótt.

„Þetta er enn einn glæsilegur áfanginn í baráttu okkar við hryðjuverkahópa í Sahel. Hugur okkar er í kvöld hjá öllum þeim hetjum sem létu lífið fyrir Frakkland í Sahel, fjölskyldum þeirra og hinum særðu. Fórnir þeirra voru ekki til einskis,“ skrifaði Macron.

Sahrawi var leiðtogi Íslamska ríkisins í Sahel, sem er í vesturhluta Afríku. Samtök hans stóðu fyrir mannskæðum árásum á bandaríska hermenn fyrir fjórum árum. Í ágúst á síðasta ári fyrirskipaði Sahrawi morð á sex frönskum hjálparstarfsmönnum og bílstjóra þeirra í Níger.

Frakkar tilkynntu nýlega að þeir ætli að draga úr hernaðarumsvifum sínum í Sahel og ætla þeir að fækka hermönnum sínum þar um rúmlega 2.000 en þar hafa um 5.100 franskir hermenn barist gegn hryðjuverkasamtökum. Þar eru samtök sem tengjast Íslamska ríkinu og önnur sem tengjast al-Kaída.

Bandarísk yfirvöld höfðu heitið 5 milljónum dollara í verðlaun fyrir upplýsingar sem leiddu til handtöku eða dráps á Sahrawi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Magnað góðverk mannsins sem vann einn stærsta lottóvinning í sögu Bretlands

Magnað góðverk mannsins sem vann einn stærsta lottóvinning í sögu Bretlands
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bróðurdóttir Trumps segir tvennt útskýra framkomu frænda hennar í garð fjölmiðlakvenna

Bróðurdóttir Trumps segir tvennt útskýra framkomu frænda hennar í garð fjölmiðlakvenna
Pressan
Fyrir 4 dögum

Stórfurðulegt mál vekur reiði í Frakklandi – Mannauðsstjóri ráðuneytis laumaði þvagræsandi lyfjum í kaffi kvenna sem komu í atvinnuviðtal

Stórfurðulegt mál vekur reiði í Frakklandi – Mannauðsstjóri ráðuneytis laumaði þvagræsandi lyfjum í kaffi kvenna sem komu í atvinnuviðtal
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hann hélt áfram að brjóta á stelpum eftir að mál hennar var fellt niður

Hann hélt áfram að brjóta á stelpum eftir að mál hennar var fellt niður
Pressan
Fyrir 5 dögum

Þrír bræður fóru í veiðiferð en aðeins einn kom heim – Skelfileg sjón blasti við lögreglu

Þrír bræður fóru í veiðiferð en aðeins einn kom heim – Skelfileg sjón blasti við lögreglu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Reiði á Ítalíu eftir óhugnanlegt nauðgunarmál – Ráðherra vill láta gelda mennina

Reiði á Ítalíu eftir óhugnanlegt nauðgunarmál – Ráðherra vill láta gelda mennina
Pressan
Fyrir 6 dögum

Vara eindregið við fjölkærum samböndum

Vara eindregið við fjölkærum samböndum
Pressan
Fyrir 6 dögum

Gift kona sökuð um kynferðislega áreitni í gufubaði á Mallorca

Gift kona sökuð um kynferðislega áreitni í gufubaði á Mallorca