fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Pressan

James Webb geimsjónaukinn er loksins tilbúinn

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 12. september 2021 07:30

James Webb geimsjónaukinn. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árið 1996 hófst vinna við geimsjónaukann James Webb en hann á að leysa geimsjónaukann Hubble af hólmi. Verkið hefur dregist á langinn en nú er því loksins að ljúka og hefur bandaríska geimferðastofnunin NASA lokið lokatilraunum sínum og er að undirbúa flutning sjónaukans til Kourou í Frönsku Gíneu en þaðan verður honum skotið á loft.

Þegar vinnan við James Webb sjónaukann hófst var áætlað að kostnaðurinn við gerð hans yrði um 500 milljónir dollara og að hann yrði tilbúinn til notkunar 2007 en verkefnið hefur heldur betur dregist á langinn og kostnaðurinn er kominn í um 10 milljarða dollara.

Sjónaukinn er fullkomnasti geimsjónauki sögunnar.  Honum verður skotið á loft með Ariane 5 geimflaug Evrópsku geimferðastofnunarinnar síðar á þessu ári. Eftir geimskotið mun það taka sjónaukann um mánuð að komast á lokabraut sína en hún verður í um 1,5 milljóna kílómetra fjarlægð frá jörðinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Heldur því fram að faðir sinn sé einn afkastamesti raðmorðingi sögunnar

Heldur því fram að faðir sinn sé einn afkastamesti raðmorðingi sögunnar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Maurar eru miðpunktur nýrra glæpasamtaka sem ógna Evrópu – „Þetta er eins og kókaín“

Maurar eru miðpunktur nýrra glæpasamtaka sem ógna Evrópu – „Þetta er eins og kókaín“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp
Pressan
Fyrir 2 dögum

Láta þvag maraþonhlaupara ekki fara til spillis

Láta þvag maraþonhlaupara ekki fara til spillis
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu dularfulla holu á Mars – „Þar gæti verið líf“

Fundu dularfulla holu á Mars – „Þar gæti verið líf“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Það þarf að þvo hana daglega – Svona gerir þú hana almennilega hreina

Það þarf að þvo hana daglega – Svona gerir þú hana almennilega hreina
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“