fbpx
Þriðjudagur 09.desember 2025
Pressan

Umfangsmestu mafíuréttarhöld sögunnar eru hafin á Ítalíu

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 4. ágúst 2021 22:30

Þessi sérhannaði réttarsalur verður notaður. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Umfangsmestu mafíuréttarhöld sögunnar standa nú yfir á Ítalíu. Vonast er til að með þeim verði hægt að veita Ndranghetamafíunni þungt högg og helst gera út af við hana. Málið er svo umfangsmikið að það þurfti að byggja sérstakan réttarsal í Lamezia Terme.

Upphaflega voru 420 ákærðir en þeim fækkaði síðan aðeins og eftir standa 355 sakborningar. Það tók saksóknara þrjár klukkustundir að lesa upp nöfn allra hinna ákærðu á fyrsta degi réttarhaldanna. Fólkið er meðal annars ákært fyrir morð, fíkniefnaviðskipti, peningaþvætti og fjárkúgun. Rúmlega 900 vitni verða kölluð fyrir dóminn.

Málarekstur ákæruvaldsins beinist aðallega gegn Luigi Mancuso, leiðtoga Mancusogengisins frá Vibo Valentina. Þetta er valdamikið og öflugt gengi sem er þekkt fyrir að stunda viðskipti með kókaín og hika ekki við að beita hrottalegu ofbeldi. Áður hafði einn meðlimur í genginu verið dreginn fyrir dóm, ákærður fyrir að hafa myrt konu og að hafa fóðrað svín með líki hennar.

Það gerir starf saksóknara ekki auðveldara að meðlimir glæpagengisins eiga marga háttsetta vini sem eru reiðubúnir að hjálpa þeim. Merki um þetta er að meðal hinna ákærðu að þessu sinni er Giancarlo Pittelli, fyrrum þingmaður Forza Italia.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Banaslys í Mosfellsbæ

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Upprættu satanískan barnaníðshring – „Þetta efni var sérstaklega skelfilegt“

Upprættu satanískan barnaníðshring – „Þetta efni var sérstaklega skelfilegt“
Pressan
Fyrir 3 dögum

29 ára ballerína slær frægum milljarðamæringum við – Hætti að dansa og tók mikla áhættu

29 ára ballerína slær frægum milljarðamæringum við – Hætti að dansa og tók mikla áhættu
Pressan
Fyrir 6 dögum

Kjörinn fulltrúi Repúblikana sökuð um að hafa rænt unglingsdóttur kollega eftir að hann neitaði að sofa hjá henni

Kjörinn fulltrúi Repúblikana sökuð um að hafa rænt unglingsdóttur kollega eftir að hann neitaði að sofa hjá henni
Pressan
Fyrir 6 dögum

Nýsjálendingur sakaður um að hafa stolið verðmætu Fabergé-hálsmeni með óvenjulegum hætti

Nýsjálendingur sakaður um að hafa stolið verðmætu Fabergé-hálsmeni með óvenjulegum hætti