fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
Pressan

Astra og Zeneca drápust á hörmulegan hátt – Mörgum harmdauði

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 3. ágúst 2021 06:59

Astra og Zeneca komin úr skítatankinum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á föstudaginn hurfu storkaungarnir Astra og Zeneca úr hreiðri sínu í bænum Smedager á sunnanverðu Jótlandi í Danmörku. Þeir fundust síðan dauðir á laugardaginn í skítatanki svínabús í nágrenninu. Dauði þeirra var mörgum Dönum mikill harmur því vel var fylgst með systkinunum í fréttum og hægt var að fylgjast með storkahreiðrinu í beinni útsendingu allt frá því að foreldrar þeirra lentu þar í vor og fóru að undirbúa varp.

Nýlega var efnt til samkeppni um nöfn á ungana og urðu nöfnin Astra og Zeneca, sem vísa auðvitað í bóluefni AstraZeneca gegn kórónuveirunni, hlutskörpust. Ekki var þó full sátt með nöfnin og voru margir mjög ósáttir við þau en ekki var hróflað við niðurstöðu atkvæðagreiðslunnar.

Lítið er um storka í Danmörku og því er vel fylgst með þeim fáu pörum sem koma til landsins á vorin og verpa. Einna best er fylgst með parinu sem kemur árlega til Smedager og hreiðrar um sig í sama hreiðrinu ár eftir ár. Vefmyndavél er við hreiðrið og fylgjast margir með daglegu lífi storkanna.

Ekstra Bladet hefur eftir Jess Frederiksen, formanni félagsins storkene.dk, að hvarf unganna hafi uppgötvast seinnipartinn á föstudaginn. „Annar var með gps-sendi og við fengum merki frá honum. Skyndilega sáum við að eitthvað mikið var að. Síðdegis í gær (föstudag, innsk. blaðamanns) sáum við að merkjasendingarnar komu frá skítatanki,“ sagði hann.

Þá vissu félagsmenn að eitthvað var að. „Í morgun fundum við storkinn og systur hans, sem hafði fylgt honum niður í skítatankinn. Þau byrjuðu að fljúga fyrir þremur-fjórum vikum og hefðu flogið suður á bóginn fljótlega,“ sagði Frederiksen.

Tíu storkaungar komu í heiminn í Danmörku í vor og því drapst fimmtungur þeirra þegar Astra og Zeneca flugu ofan í skítatankinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Breskur tölvuleikjaspilari horfði á þegar vinkona hans var myrt í beinni útsendingu

Breskur tölvuleikjaspilari horfði á þegar vinkona hans var myrt í beinni útsendingu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vilja banna hótelum að neita börnum um gistingu

Vilja banna hótelum að neita börnum um gistingu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Múslimar verða sektaðir ef þeir missa af föstudagsbænum

Múslimar verða sektaðir ef þeir missa af föstudagsbænum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sjokk í Frakklandi – Áhrifavaldur lést í beinni útsendingu

Sjokk í Frakklandi – Áhrifavaldur lést í beinni útsendingu