fbpx
Föstudagur 31.október 2025
Pressan

Konan sem hvarf – Ráðgátan mikla

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 23. ágúst 2021 06:46

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 29. desember 1969 var Muriel McKay numin á brott frá heimili sinu í Wimbledon í suðvesturhluta Lundúna. Hún sást aldrei aftur á lífi og lík hennar hefur ekki enn fundist. Inni í húsinu hafði síminn verið rifinn úr sambandi, innihaldi tösku hennar hafði verið dreift um allt og höggspjót og seglgarn fannst. Málið var á forsíðum breskra blaða dögum saman enda fyrsta mannránið þar í landi þar sem lausnargjalds var krafist.

Mannræningjarnir fóru fram á eina milljón punda en það svarar til 15 til 20 milljóna punda í dag. Sky News skýrir frá þessu.

En það var ekki eins og McKay væri auðug kona. Hún var 55 ára húsmóðir, kirkjurækin þriggja barna móðir. Hún var gift Alick McKay, sem starfaði hjá News Limited sem var í eigu Rupert Murdoch. Fjölmiðlakóngurinn Murdoch hafði verið mikið í fréttum vegna þess að hann hafði hafið útgáfu götublaðsins The Sun mánuði áður en McKay var rænt.

Málið snerist eiginlega um mistök mannræningjanna því þeir héldu að McKay væri Anna Murdoch, eiginkona Rupert. En þrátt fyrir að mannræningjarnir áttuðu sig á mistökum sínum héldu þeir fast við kröfu sína og héldu áfram að hringja í fjölskylduna og krefjast lausnargjalds sem og að senda henni bréf.

Að lokum leiddi rannsókn lögreglunnar hana að sveitabýli í eigu Arthur Hosein, sem var fæddur á Trínidad, og yngri bróður hans, Nizamodeen. Þeir voru handteknir og síðar ákærðir og dæmdir fyrir ránið á McKay og morðið á henni. En lík hennar fannst aldrei.

Hosein-bræðurnir. Mynd:Getty

 

 

 

 

 

 

 

Enn er mörgum spurningum um málið ósvarað að sögn Joanna Bartholomew, heimildarþáttagerðarkonu, sem hefur eytt tæpum þremur árum í að rannsaka málið. „Þetta er mál sem hefur aðeins gleymst en það var risastórt á sínum tíma. Þetta er mjög dularfullt mál, það er svo margt skrýtið við það. Mannræningjarnir rændu rangri manneskju, þeir voru ekki atvinnumenn, Rupert Murdoch var tengdur því,“ sagði hún í samtali við Sky News.

Hún hefur gert nýja heimildarmynd um málið, The Wimbledon Kidnapping. Í henni tjáir dóttir McKay sig í fyrsta sinn um málið og það sama gerir Nizamodeen Hosein sem var fluttur til Trínidad fyrir um 20 árum þegar hann losnaði úr fangelsi.

Í heimildarmyndinni kemur fram að lögreglan hafi líklega gert mistök við rannsókn málsins og að lögreglumenn hafi verið mjög ákafir í að fá einhvern sakfelldan. Í myndinni kemur fram að líklega hafi aðrir en bræðurnir verið að verki. „Af hverju hefðu tveir menn, sem voru ekki atvinnuglæpamenn, átt að takast á við svo metnaðarfullt verkefni að ræna eiginkonu Rupert Murdoch?“ sagði Barholomew.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Trump harðlega gagnrýndur fyrir framkvæmd og útfærslu viðhafnarsalarins – Rak nefndina sem átti að skila umsögn

Trump harðlega gagnrýndur fyrir framkvæmd og útfærslu viðhafnarsalarins – Rak nefndina sem átti að skila umsögn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Tekinn af lífi fyrir hrottalegt morð á nágranna sínum – Svona leit síðasta máltíðin hans út

Tekinn af lífi fyrir hrottalegt morð á nágranna sínum – Svona leit síðasta máltíðin hans út
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fannst látin á einangraðri eyju eftir að skemmtiferðaskip lagði af stað án hennar

Fannst látin á einangraðri eyju eftir að skemmtiferðaskip lagði af stað án hennar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vildi ógleymanlega afmælisveislu svo hún réði skordýrasérfræðing

Vildi ógleymanlega afmælisveislu svo hún réði skordýrasérfræðing
Pressan
Fyrir 4 dögum

Stórleikarinn um stundina þegar hann áttaði sig á að hann þurfti hjálp – „Ég hefði getað drepið einhvern“

Stórleikarinn um stundina þegar hann áttaði sig á að hann þurfti hjálp – „Ég hefði getað drepið einhvern“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Rússar kynna óhugnanlegt vopn – Kjarnorkuknúin eldflaug sem enginn getur stöðvað

Rússar kynna óhugnanlegt vopn – Kjarnorkuknúin eldflaug sem enginn getur stöðvað
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fyrrum eiginkona Andrésar Bretaprins á barmi taugaáfalls yfir að missa titlana – „Þau eru stöðugt að rífast og staðan orðin ljót“

Fyrrum eiginkona Andrésar Bretaprins á barmi taugaáfalls yfir að missa titlana – „Þau eru stöðugt að rífast og staðan orðin ljót“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Einkasamtöl „jaðarjarla“ afhjúpa myrka hlið bandarískra stjórnmála

Einkasamtöl „jaðarjarla“ afhjúpa myrka hlið bandarískra stjórnmála