fbpx
Föstudagur 14.nóvember 2025
Pressan

Dularfulla rafmyntin sem enginn veit hver bjó til

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 14. ágúst 2021 22:00

Bitcoin er vinsæl rafmynt.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rafmyntir eru frekar nýlegt fyrirbæri en þær hafa vakið mikla athygli á síðustu árum og þá sérstaklega BitcoinBitcoin var búin til sem svar við viðbrögðum seðlabanka heimsins við fjármálakreppunni en enginn veit hver bjó myntina til.

Segja má að Bitcoin hafi verið verk aðgerðarsinna, eins eða fleiri, sem átti að vera nýtt kerfi og gjaldmiðill sem var utan seilingarfjarlægðar yfirvalda. Margir töldu að yfirvöld væru oft að vinna gegn hagsmunum borgaranna og vildu því gjarnan koma upp kerfi sem hið opinbera eða bankarnir gætu ekki náð til, gjaldmiðli utan seilingar yfirvalda.

Bitcoin var fyrsta rafmyntin sem náði vinsældum en hún kom á markaðinn í janúar 2009 sem svar við því sem talin voru slæleg viðbrögð seðlabanka við fjármálakreppunni.

Ekki er vitað hver bjó Bitcoin til. Aðeins er vitað að Satoshi Nakamoto kom að málinu en það er hugsanlega dulnefni eins eða fleiri aðila. Í heildina eru til 21 milljón Bitcoin og nú er búið að grafa 18 milljónir upp. Það er þetta takmarkaða magn sem gerir myntina vinsæla og verðmæta, að vissu leyti minnir hún á gull, það er bara ákveðið magn til.

Rafmyntir hafa sótt í sig veðrið á síðustu árum og eru orðnar ansi margar. Það er að sögn ekki flókið að búa til rafmynt en svo er annað mál hvort einhver vilji fjárfesta í henni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Telja að ríkir Vesturlandabúar hafi tekið þátt í hrottalegum morðtúrisma sér til skemmtunar

Telja að ríkir Vesturlandabúar hafi tekið þátt í hrottalegum morðtúrisma sér til skemmtunar
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ég svaf hjá öðrum manni nóttina fyrir brúðkaupið og giftist samt“

„Ég svaf hjá öðrum manni nóttina fyrir brúðkaupið og giftist samt“
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Vonandi er Pútín ekki svo óútreiknanlegur og heimskur“

„Vonandi er Pútín ekki svo óútreiknanlegur og heimskur“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lík rússneskra hjóna fundust illa leikin í eyðimörk nærri Dubai – Blóðug hefnd fyrir samviskulaus svik

Lík rússneskra hjóna fundust illa leikin í eyðimörk nærri Dubai – Blóðug hefnd fyrir samviskulaus svik
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gagnrýnir „pirrandi“ Kourtney Kardashian – „Hún gerir mig brjálaða“

Gagnrýnir „pirrandi“ Kourtney Kardashian – „Hún gerir mig brjálaða“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hver drap næturvaktina fyrir 45 árum? – „Það er kominn tími til að afhjúpa þetta leyndarmál“

Hver drap næturvaktina fyrir 45 árum? – „Það er kominn tími til að afhjúpa þetta leyndarmál“