fbpx
Miðvikudagur 10.desember 2025
Pressan

Skógareldar geisa í Síberíu – Reykurinn teygir sig 3.000 kílómetra

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 23. júlí 2021 17:00

Það er mikill reykur frá eldunum. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Yakutsk í Síberíu er þekkt sem kaldasta borg heims. Að vera utandyra að vetri til í nokkrar mínútur án vettlinga og húfu getur valdið kali og miklum sársauka, svo mikill er kuldinn þar venjulega. En nú er borgin hulin reyk frá skógareldum sem geisa í nágrenni hennar í kjölfar margra vikna hitabylgna.

CNN skýrir frá þessu. Fram kemur að eldarnir séu svo miklir að reykinn leggi 3.000 kílómetra, allt að ströndum Alaska. Í gær var reykjarmökkurinn svo þykkur að banna varð allt flug í stærsta hluta Sakha í Rússlandi. Eldarnir hafa nú þegar eyðilagt 26 þúsund fermetra skóglendis í Síberíu en það svarar til um fimm milljóna knattspyrnuvalla.

Loftslagssérfræðingar segja að skógareldar ársins séu sérstaklega slæmir. Orsökin er miklir þurrkar víða en í norðvesturhluta Bandaríkjanna og Kanada hefur verið mjög heitt og miklir þurrkar. Sama á við í stórum hluta Evrópu og víða í Suður-Ameríku.

Thomas Smith, prófessor í umhverfislandafræði við London School of Economics, sagðist í samtali við CNN óttast að stór landsvæði í Síberíu væru nú ónýt til frambúðar. „Við sjáum fleiri skógarelda í Síberíu. Nú gerist þetta á 10 til 30 ára fresti en áður gerðist þetta einu sinni á öld. Við óttumst að skógurinn nái ekki að vaxa á nýjan leik og að við sitjum uppi með kjarrlendi eða grassléttur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Segir að svona tali Repúblikanar um Trump á bak við luktar dyr

Segir að svona tali Repúblikanar um Trump á bak við luktar dyr
Pressan
Fyrir 2 dögum

Súr út í vinkonu sem sveik loforð um að gæta kattarins

Súr út í vinkonu sem sveik loforð um að gæta kattarins
Pressan
Fyrir 4 dögum

Upprættu satanískan barnaníðshring – „Þetta efni var sérstaklega skelfilegt“

Upprættu satanískan barnaníðshring – „Þetta efni var sérstaklega skelfilegt“
Pressan
Fyrir 4 dögum

29 ára ballerína slær frægum milljarðamæringum við – Hætti að dansa og tók mikla áhættu

29 ára ballerína slær frægum milljarðamæringum við – Hætti að dansa og tók mikla áhættu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hjartnæm ástæða þess að Karl konungur vill „sérstök“ jól í ár

Hjartnæm ástæða þess að Karl konungur vill „sérstök“ jól í ár
Pressan
Fyrir 5 dögum

Laundóttir Pútíns stöðvuð í París: „Fyrir þremur vikum drap faðir þinn bróður minn“

Laundóttir Pútíns stöðvuð í París: „Fyrir þremur vikum drap faðir þinn bróður minn“