fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
Pressan

Janssen veitir hugsanlega minni vörn gegn Deltaafbrigðinu – Hugsanlega þarf annan skammt

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 21. júlí 2021 18:30

Bóluefni Johnson & Johnson er selt undir merkjum Janssen í Evrópu. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bóluefnið frá Johnson & Johnson (Janssen) virðist veita minni vörn gegn Deltaafbrigði kórónuveirunnar en gegn upphaflega afbrigði hennar. Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar sem var birt í gær.

The New York Times skýrir frá þessu. Rannsóknin byggist á tilraunum með blóðprufur á tilraunastofu og verður því að hafa þann fyrirvara á henni að hún endurspegli ekki endilega virkni bóluefnisins í raunheimi.

En miðað við niðurstöðurnar þá bendir ýmislegt til að þeir sem hafa verið bólusettir með bóluefninu frá Janssen verði að fá annan skammt af bóluefni en hingað til hefur verið gengið út frá því að einn skammtur af Janssen væri nóg til að fólk væri fullbólusett.

„Boðskapur okkar er ekki að fólk eigi ekki að láta bólusetja sig með bóluefninu frá Johnson & Johnson (Jansseninnsk. blaðamanns). En við vonum að framvegis verði íhugað að gefa því annan skammt af bóluefni frá Pfizer eða Moderna,“ er haft eftir Nathaniel Landau, veirufræðingi. Hann stýrði rannsókninni sem var gerð hjá New York University Grossman School of Medicine.

Rannsóknin hefur ekki enn verið ritrýnd eða birt í vísindariti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Smáræðið sem læknirinn hafði engar áhyggjur af reyndist vera fjórða stigs krabbamein

Smáræðið sem læknirinn hafði engar áhyggjur af reyndist vera fjórða stigs krabbamein
Pressan
Í gær

Setti Repúblikanaflokkinn á hliðina með viðtali við umdeildan áhrifavald og er nú kallaður heigull

Setti Repúblikanaflokkinn á hliðina með viðtali við umdeildan áhrifavald og er nú kallaður heigull
Pressan
Fyrir 2 dögum

Alræmdur fjöldamorðingi dó í fangelsi á sunnudag

Alræmdur fjöldamorðingi dó í fangelsi á sunnudag
Pressan
Fyrir 2 dögum

Viðtal Trump við 60 Minutes veldur fjaðrafoki – Fólk hefur áhyggjur af heilsu hans og minni

Viðtal Trump við 60 Minutes veldur fjaðrafoki – Fólk hefur áhyggjur af heilsu hans og minni
Pressan
Fyrir 3 dögum

George Clooney: Mistök að láta Kamölu Harris taka við af Biden

George Clooney: Mistök að láta Kamölu Harris taka við af Biden
Pressan
Fyrir 4 dögum

Óhugnaður eftir að 13 ára stúlka komst í kynni við mann á Snapchat

Óhugnaður eftir að 13 ára stúlka komst í kynni við mann á Snapchat