fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Pressan

Fundu 43 lík í Arizona

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 16. júlí 2021 05:59

Eyðimörkin er ekki auðveld yfirferðar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í júní fundust 43 lík af ólöglegum innflytjendum sem voru á leið til Bandaríkjanna frá Mexíkó. Mánuðurinn var heitasti júnímánuður sögunnar í Phoenix en hitinn fór margoft yfir 43 gráður en það er svipaður hiti og er venjulega í Sonoraneyðimörkinni.

The Guardian skýrir frá þessu. Fram kemur að það séu samtökin Humane Borders sem hafi skráð líkfundina út frá gögnum frá réttarmeinafræðingum í Tucson.

Þetta eru óvenjulega mörg dauðsföll í einum mánuði en þeim fjölgaði einnig í Texas í júní en þar hefur verið óvenjulega heitt í sumar.

Af þessum 43 höfðu 16 verið látnir í einn dag þegar þeir fundust og 13 í tæplega viku. Ekki er vitað hvenær hinir létust en skráningarnar miðast við hvenær líkin finnast.

Á fyrri helmingi ársins fundust 127 lík en voru 96 á sama tíma á síðasta ári.

Embættismenn í Texas segja að fleiri ólöglegir innflytjendur hafi látist á þessu ári en síðustu ár í tilraunum sínum við að komast til Bandaríkjanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Stærsti gullfundur sögunnar gæti orðið efnahagsleg martröð fyrir Trump

Stærsti gullfundur sögunnar gæti orðið efnahagsleg martröð fyrir Trump
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hófdrykkjufólk er í aukinni hættu á að fá krabbamein og hjarta- og æðasjúkdóma

Hófdrykkjufólk er í aukinni hættu á að fá krabbamein og hjarta- og æðasjúkdóma
Pressan
Fyrir 3 dögum

Það þarf að þvo hana daglega – Svona gerir þú hana almennilega hreina

Það þarf að þvo hana daglega – Svona gerir þú hana almennilega hreina
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Elon Musk sagður tryggja eigin hagsmuni um leið og hann sker niður hjá öðrum

Elon Musk sagður tryggja eigin hagsmuni um leið og hann sker niður hjá öðrum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Mikil fækkun á komum erlendra ferðamanna til Bandaríkjanna

Mikil fækkun á komum erlendra ferðamanna til Bandaríkjanna