fbpx
Miðvikudagur 19.nóvember 2025
Pressan

WHO segir að bakslag sé komið í baráttuna við kórónuveiruna

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 15. júlí 2021 06:59

Heimsfaraldur kórónuveiru er örugglega ekki síðasti heimsfaraldurinn.Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO segir að bakslag sé komið í baráttuna við heimsfaraldur kórónuveirunnar. Ástæðan er að smitum og dauðsföllum fer nú fjölgandi á heimsvísu. Þetta gerist eftir níu vikna tímabil þar sem bæði smitum og dauðsföllum fór fækkandi.

Á síðustu sjö dögum hefur smitum fjölgað um tíu prósent en um þrjár milljónir smita hafa greinst á þessum dögum.

Flest smit hafa greinst í Brasilíu, Indland, Indónesíu og Bretlandi.

Dauðsföllum hefur fjölgað um þrjú prósent á heimsvísu síðustu sjö daga en 55.000 létust af völdum COVID-19.

Bakslagið er sagt vera vegna þess hversu fáa er búið að bólusetja, afléttingu sóttvarnaaðgerða á borð við notkun andlitsgríma og útbreiðslu hins smitandi Deltaafbrigðis en WHO hefur fundið afbrigðið í 111 löndum og væntir þess að það verði ráðandi á heimsvísu næstu mánuðina.

Vegna þess að faraldurinn er í sókn hefur verið gripið sóttvarnaráðstafana á nýjan leik í mörgum löndum, til dæmis í Hollandi og Ástralíu.

Í Belgíu hefur fjöldi smita næstum tvöfaldast á milli vikna en Deltaafbrigðið hefur breiðst sérstaklega hratt út meðal ungs fólks. Í Bretlandi hafa rúmlega 40.000 smit greinst á sólarhring í þessari viku. Í Argentínu hafa nú rúmlega 100.000 látist af völdum COVID-19 og í Rússlandi er dánartíðnin í hæstu hæðum frá upphafi faraldursins. Í Bandaríkjunum fer smitum fjölgandi en landið er meðal þeirra landa þar sem flestir hafa hlutfallslega verið bólusettir. Síðustu tvær vikurnar hafa um 24.000 smit greinst á sólarhring þar í landi en dauðsföllum hefur farið fækkandi og eru nú um 260 á sólarhring.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

5 hlutir sem þú ættir að henda strax af baðinu

5 hlutir sem þú ættir að henda strax af baðinu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ákærður fyrir morð á sonum sínum – 15 ár frá hvarfi þeirra

Ákærður fyrir morð á sonum sínum – 15 ár frá hvarfi þeirra
Pressan
Fyrir 5 dögum

Epstein-málið veldur enn einu fjaðrafokinu – Níðingurinn baktalaði forsetann hressilega í tölvupóstum

Epstein-málið veldur enn einu fjaðrafokinu – Níðingurinn baktalaði forsetann hressilega í tölvupóstum
Pressan
Fyrir 6 dögum

Mæðgur voru ofsóttar af eltihrelli í 12 ár – „Ég hef loksins fundið þig“

Mæðgur voru ofsóttar af eltihrelli í 12 ár – „Ég hef loksins fundið þig“
Pressan
Fyrir 1 viku

Varar við ferðalögum til vinsæls áfangastaðar eftir óhugnanleg dauðsföll

Varar við ferðalögum til vinsæls áfangastaðar eftir óhugnanleg dauðsföll
Pressan
Fyrir 1 viku

Ákærður fyrir tvö morð – Segir dulkóðuð skilaboð kakkalakka hafa sagt sér að drepa

Ákærður fyrir tvö morð – Segir dulkóðuð skilaboð kakkalakka hafa sagt sér að drepa
Pressan
Fyrir 1 viku

Hjónin sögð taktlaust tvíeyki – „Þetta er svo klisjukennt“

Hjónin sögð taktlaust tvíeyki – „Þetta er svo klisjukennt“
Pressan
Fyrir 1 viku

Endalaus hneykslismál liðsmanns Svíþjóðardemókrata – Gat ekki hætt að taka myndbönd af sjálfum sér undir áhrifum

Endalaus hneykslismál liðsmanns Svíþjóðardemókrata – Gat ekki hætt að taka myndbönd af sjálfum sér undir áhrifum