fbpx
Fimmtudagur 20.nóvember 2025
Pressan

Indónesía gæti orðið miðpunktur heimsfaraldursins í Asíu

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 15. júlí 2021 07:59

Jakarta er höfuðborg Indónesíu enn sem komið er.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á þriðjudaginn greindust rúmlega 54.000 manns með kórónuveiruna, sem veldur COVID-19, í Indónesíu og hafa aldrei verið fleiri á einum degi þar í landi. Rétt er að hafa í huga að sýnatökugetan er takmörkuð í landinu og því má reikna með að margir sýktir hafi ekki farið í sýnatöku. Indónesía gæti vel orðið miðpunktur heimsfaraldursins í Asíu.

Samkvæmt opinberum tölum hafa tæplega 2,7 milljónir greinst með veiruna fram að þessu. Skráð dauðsföll eru rúmlega 69.000.

Rúmlega 270 milljónir búa í landinu sem er nú orðið einn af miðpunktum heimsfaraldursins ásamt Indlandi og Brasilíu.

Smitum hefur fjölgað mikið síðan 1. júní en þá greindust 4.824 smit. Vegna hins smitandi Deltaafbrigðis voru ferðatakmarkanir hertar á milli aðaleyjunnar Jövu og Balí.

Mörg sjúkrahús í landinu hafa neyðst til að vísa sjúklingum á brott því þau eiga ekki súrefni til að gefa þeim.

Sýnatökugetan er takmörkuð í þessu fjölmenna landi og smitrakning á sér ekki stað að neinu marki. Af þessum sökum má telja víst að tölur yfir smitaða séu mun hærri en opinberar tölur segja til um.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

„Eiginkona sonar míns drekkur alltof mikið, hvað er til ráða?“

„Eiginkona sonar míns drekkur alltof mikið, hvað er til ráða?“
Pressan
Fyrir 3 dögum

16 ára drengur myrti föður sinn eftir áralanga misnotkun – Móðirin sagði fjölskylduna í „hreinu helvíti“

16 ára drengur myrti föður sinn eftir áralanga misnotkun – Móðirin sagði fjölskylduna í „hreinu helvíti“
Pressan
Fyrir 4 dögum

5 hlutir sem þú ættir að henda strax af baðinu

5 hlutir sem þú ættir að henda strax af baðinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ákærður fyrir morð á sonum sínum – 15 ár frá hvarfi þeirra

Ákærður fyrir morð á sonum sínum – 15 ár frá hvarfi þeirra
Pressan
Fyrir 1 viku

Unglingsstúlka sagðist ofsótt af konudraugi — Síðan fannst hauskúpa konu í Hello Kitty dúkku

Unglingsstúlka sagðist ofsótt af konudraugi — Síðan fannst hauskúpa konu í Hello Kitty dúkku
Pressan
Fyrir 1 viku

Verður leiddur fyrir aftökusveit á föstudag: Sagður vera stórskemmdur eftir áfengis- og eiturlyfjanotkun móður hans

Verður leiddur fyrir aftökusveit á föstudag: Sagður vera stórskemmdur eftir áfengis- og eiturlyfjanotkun móður hans
Pressan
Fyrir 1 viku

Varar við ferðalögum til vinsæls áfangastaðar eftir óhugnanleg dauðsföll

Varar við ferðalögum til vinsæls áfangastaðar eftir óhugnanleg dauðsföll
Pressan
Fyrir 1 viku

Ákærður fyrir tvö morð – Segir dulkóðuð skilaboð kakkalakka hafa sagt sér að drepa

Ákærður fyrir tvö morð – Segir dulkóðuð skilaboð kakkalakka hafa sagt sér að drepa