fbpx
Fimmtudagur 30.október 2025
Pressan

Indónesía gæti orðið miðpunktur heimsfaraldursins í Asíu

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 15. júlí 2021 07:59

Jakarta er höfuðborg Indónesíu enn sem komið er.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á þriðjudaginn greindust rúmlega 54.000 manns með kórónuveiruna, sem veldur COVID-19, í Indónesíu og hafa aldrei verið fleiri á einum degi þar í landi. Rétt er að hafa í huga að sýnatökugetan er takmörkuð í landinu og því má reikna með að margir sýktir hafi ekki farið í sýnatöku. Indónesía gæti vel orðið miðpunktur heimsfaraldursins í Asíu.

Samkvæmt opinberum tölum hafa tæplega 2,7 milljónir greinst með veiruna fram að þessu. Skráð dauðsföll eru rúmlega 69.000.

Rúmlega 270 milljónir búa í landinu sem er nú orðið einn af miðpunktum heimsfaraldursins ásamt Indlandi og Brasilíu.

Smitum hefur fjölgað mikið síðan 1. júní en þá greindust 4.824 smit. Vegna hins smitandi Deltaafbrigðis voru ferðatakmarkanir hertar á milli aðaleyjunnar Jövu og Balí.

Mörg sjúkrahús í landinu hafa neyðst til að vísa sjúklingum á brott því þau eiga ekki súrefni til að gefa þeim.

Sýnatökugetan er takmörkuð í þessu fjölmenna landi og smitrakning á sér ekki stað að neinu marki. Af þessum sökum má telja víst að tölur yfir smitaða séu mun hærri en opinberar tölur segja til um.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Segir hjartaknúsarann hafa verið vandræðalegan vegna meðgöngu sinnar

Segir hjartaknúsarann hafa verið vandræðalegan vegna meðgöngu sinnar
Pressan
Fyrir 2 dögum

TikTok áskorun með svitalyktareyði hafði hryllilegar afleiðingar

TikTok áskorun með svitalyktareyði hafði hryllilegar afleiðingar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Jeff Bezos segir að milljónir manna muni flytjast út í geim á næstu 20 árum

Jeff Bezos segir að milljónir manna muni flytjast út í geim á næstu 20 árum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ákvað að flytja úr landi og lét ChatGPT velja áfangastaðinn – „Það er eiginlega ótrúlegt að ég búi hér”

Ákvað að flytja úr landi og lét ChatGPT velja áfangastaðinn – „Það er eiginlega ótrúlegt að ég búi hér”
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segir þetta valda frjósemisvanda Pólverja og að ekki sé hægt að leysa hann með peningum

Segir þetta valda frjósemisvanda Pólverja og að ekki sé hægt að leysa hann með peningum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Trump hækkar tolla á Kanada út af auglýsingu

Trump hækkar tolla á Kanada út af auglýsingu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Geta karlar fengið fæðingarþunglyndi?

Geta karlar fengið fæðingarþunglyndi?
Pressan
Fyrir 5 dögum

Lofuðu að afhjúpa gagnrýnendur Charlie Kirk en stálu svo milljónum af MAGA-liðum

Lofuðu að afhjúpa gagnrýnendur Charlie Kirk en stálu svo milljónum af MAGA-liðum