fbpx
Fimmtudagur 25.desember 2025
Pressan

Eru þetta dýrustu mistök sögunnar?

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 15. júlí 2021 06:07

Bitcoin er vinsæl rafmynt.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mistök geta reynst dýrkeypt en það er auðvitað mismunandi hversu dýrkeypt þau eru. Mistökin sem hér er fjallað um hljóta að geta komist ofarlega á lista yfir dýrustu mistök sögunnar.

Það er James Howell, 35 ára tölvusérfræðingur, sem situr nú og svitnar yfir mistökum sínum en þau gætu kostað hann sem svarar til um 50 milljarða íslenskra króna. Það er að segja hann þarf ekki að punga þessari upphæð út en hann fær hana ekki í hendur.

Upphæðin er í rafmyntinni Bitcoin og er á hörðum diski sem Howell henti þegar hann tók til á skrifstofunni sinni fyrir átta árum. Eftir að hann uppgötvaði þetta hefur hann íhugað hvernig hann finnur harða diskinn aftur og nú hefur hann hafið skipulagða leit með aðstoð tölvusérfræðinga og röntgenbúnaðar. News.com.au skýrir frá þessu.

Hann vill leita að disknum á ruslahaug við Newport í Wales þar sem hann á heima og sorp frá bæjarbúum er losað. Hann hefur boðið bæjarstjórninni sem svarar til um 10 milljarða íslenskra króna ef hann fær leyfi til leitar og finnur harða diskinn. En bæjarstjórinn vill ekki einu sinni hlusta á tillögu hans.

Því treystir Howell nú á þá sérfræðinga sem hann hefur fengið til liðs við sig. Leitin verður ekki ódýr en hann hefur fengið sjóð einn til að standa straum af kostnaðinum, að sjálfsögðu gegn því að sjóðurinn fá hluta af ávinningnum ef diskurinn kemur í leitirnar.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

29 börn hurfu af götum Atlanta – Einn maður var ákærður en fjölskyldurnar segja réttlætinu ekki fullnægt

29 börn hurfu af götum Atlanta – Einn maður var ákærður en fjölskyldurnar segja réttlætinu ekki fullnægt
Pressan
Fyrir 3 dögum

Norður-Kóreumenn sagðir hafa slegið vafasamt met sem þeir sjálfir áttu

Norður-Kóreumenn sagðir hafa slegið vafasamt met sem þeir sjálfir áttu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vissi að eitthvað alvarlegt væri að þegar fastakúnni hætti að mæta

Vissi að eitthvað alvarlegt væri að þegar fastakúnni hætti að mæta
Pressan
Fyrir 5 dögum

Svona varð athugasemd á Reddit til þess að skotmaðurinn í Brown-háskóla fannst

Svona varð athugasemd á Reddit til þess að skotmaðurinn í Brown-háskóla fannst
Pressan
Fyrir 5 dögum

Örvæntingarfull fjölskylda og ættingjar leita svara vegna dularfulls andláts stjörnunnar

Örvæntingarfull fjölskylda og ættingjar leita svara vegna dularfulls andláts stjörnunnar
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hvarf 3 ára og fannst 42 árum síðar – Hafði ekki hugmynd um að hún væri týnt barn

Hvarf 3 ára og fannst 42 árum síðar – Hafði ekki hugmynd um að hún væri týnt barn