fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
Pressan

Blóð á götum New York-borgar: Glæpagengi heyja stríð og unglingar láta lífið – „Svona er götulífið árið 2021“

Jón Þór Stefánsson
Þriðjudaginn 13. júlí 2021 22:30

New York

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Glæpagengi í Bronx-hverfi New York-borgar herja nú stríð gegn hverju öðru. Gerendur og leikendur eru margir hverjir mjög ungir, en þrettán ára drengur er látinn auk tveggja annara táninga vegna átaka í þessu glæpastríði. Frá þessu greinir The New York Post.

Háttsettur heimildarmaður sagði við The Post að ekki væri hægt að setja þessa ungu einstaklinga í fangelsi, og önnur úrræði væru ekki að virka, og því væri erfitt að bregðast við þegar þeir væru á höttunum eftir hvorum öðrum. Hann segir að þegar unglingar sem eru meðlimir í glæpagengjum séu gripnir við að fremja glæpi endi þeir hreinlega aftur á götunni, þar sem að ekki sé hægt að lögsækja þá sem fullorðið fólk.

„Þeir fara ekki í fangelsi, svo þeir fremja rán, lenda í slagsmálum og bera byssur,“ Er haft eftir saksóknara sem bætir við: „Svona er götulífið árið 2021.“

Þrír drengir á táningsaldri skotnir til bana

Fyrsta andlátið í þessu gengjastríði átti sér stað þegar hinn nítján ára gamli Tyquill Daugherty, sem var skotinn í höfuðið fyrir framan heimili sitt á miðvikudagskvöld í síðustu viku.

Á sunnudag lést hinn þrettán ára gamli Jaryan “Jay Ripp’’ Elliot þegar hann var skotinn af skyttu sem var í bíl á ferð. Hann er talinn hafa verið meðlimur í hinu víðfræga glæpagengi Crips og hafði ítrekað komist í kast við lögin. Fram kemur að hann hafi verið á vettvangi þegar Daugherty var myrtur, en er ekki talinn hafa tekið í gikkinn.

Átta og hálfum tíma eftir morðið á Elliot var hinn sextán ára gamli Ramon Gil-Medarno myrtur. Hann var skotinn til bana af tveimur mönnum sem fóru um á vespu. Talið er það hafi verið hefnd fyrir morðið á Elliot, en Medarno á að hafa verið þar á vettvangi. Líkt og í hinu málinu er ekki víst hvort hann hafi átt þátt í sjálfu morðinu. Medarno er sagður hafa verið meðlimur í glæpagengi sem fer undir nafninu 800 Ygz, og er einnig þekkt sem Young Gunnaz.

Allir bera nú skotvopn

Ástandið virðist vera ansi erfitt. En samkvæmt heimildum New York Post ganga nú allir einstaklingar sem tengjast átökunum á einhvern hátt með skotvopn.

Staðreyndirnar benda einnig til þess skotárásir séu að verða algengari í Bronx-hverfinu. 318 einstaklingar hafa orðið fórnarlömb skotárása það sem af er ári, en á sama tíma í fyrra voru það 193. Það er 64.8 hækkun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Vísindamaður segir að villtir draumar Pútíns um eilíft líf séu ekki svo fjarstæðukenndir

Vísindamaður segir að villtir draumar Pútíns um eilíft líf séu ekki svo fjarstæðukenndir
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þú ert líklega ekki að borða nóg af trefjum – Svona bætirðu úr því

Þú ert líklega ekki að borða nóg af trefjum – Svona bætirðu úr því
Pressan
Fyrir 5 dögum

Kennari fór í veikindaleyfi árið 2009 – Mörgum árum síðar komu ótrúleg mistök í ljós

Kennari fór í veikindaleyfi árið 2009 – Mörgum árum síðar komu ótrúleg mistök í ljós
Pressan
Fyrir 5 dögum

Skelfilegri Facebook-síðu loksins lokað

Skelfilegri Facebook-síðu loksins lokað
Pressan
Fyrir 5 dögum

Losnar ekki við óumbeðnar athugasemdir nágrannans – „Ég er ekki hörundsár, en ég hef fengið algjörlega nóg“

Losnar ekki við óumbeðnar athugasemdir nágrannans – „Ég er ekki hörundsár, en ég hef fengið algjörlega nóg“
Pressan
Fyrir 6 dögum

Birta myndir af meintum morðingja Charlie Kirk og biðja almenning um aðstoð

Birta myndir af meintum morðingja Charlie Kirk og biðja almenning um aðstoð