fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Pressan

Suður-Kórea ætlar að framleiða einn milljarð skammta á ári af bóluefnum gegn COVID-19

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 11. júlí 2021 14:00

Bóluefni gegn Ómíkron verður tilbúið í mars segir forstjóri Pfizer.Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í Suður-Kóreu er markið sett hátt hvað varðar framleiðslu á bóluefnum gegn COVID-19. Markmiðið er að framleiða einn milljarð skammta á ári og er aðallega horft til bóluefna sem eru byggð á mRNA-tækninni.

Embættismaður í Seoul skýrði nýlega frá þessu. Hann sagði að stjórnvöld væru í viðræðum við framleiðendur mRNA-bóluefna en þeirra á meðal eru Pfizer/BioNTech og Moderna.

Ef þetta gengur upp mun það bæta mjög úr skorti á bóluefnum í Asíu en þar eru bólusetningar gegn COVID-19 komnar mun skemur á veg en í Norður-Ameríku og Evrópu.

Metnaður Suðurkóreumanna stendur til að landið verði eitt af stærstu framleiðslulöndum bóluefna. Samningar hafa nú þegar náðst við AstraZeneca og framleiðendur rússneska bóluefnisins Novavax um framleiðslu þeirra. Einnig hefur verið samið við Moderna um að bóluefnum frá fyrirtækinu verði pakkað í Suður-Kóreu og þeim tappað á flöskur.

„Við höfum átt í viðræðum við stóru lyfjafyrirtækin um framleiðslu mRNA-bóluefna,“ sagði Lee Kang-ho, formaður alþjóðabólusetningarnefndar suðurkóreska heilbrigðisráðuneytisins.

„Það eru fá fyrirtæki sem þróa mRNA-bóluefni – PfizerModernaCureVac og BioNTech. Það þýðir að það er takmarkað hversu mikið þau geta framleitt til að mæta alþjóðlegri eftirspurn. Suður-Kórea er því reiðubúin til að bjóða fram aðstöðu og hæft starfsfólk,“ sagði Lee.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Gerðu óhugnanlega uppgötvun undir húsinu – Konan vill klára húsið en karlinn er búinn að lofa hrekkjavökupartýi

Gerðu óhugnanlega uppgötvun undir húsinu – Konan vill klára húsið en karlinn er búinn að lofa hrekkjavökupartýi
Pressan
Í gær

Þú mátt (og átt) að borða steinana úr vatnsmelónum

Þú mátt (og átt) að borða steinana úr vatnsmelónum
Pressan
Í gær

Unglingur sakfelldur fyrir morð: Fréttu af láti sonar síns í gegnum samfélagsmiðla

Unglingur sakfelldur fyrir morð: Fréttu af láti sonar síns í gegnum samfélagsmiðla
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sagðist vera „uppblásinn“ – Læknar fundu ótrúlega hluti í maga hans

Sagðist vera „uppblásinn“ – Læknar fundu ótrúlega hluti í maga hans
Pressan
Fyrir 3 dögum

Birta myndband af hlaupadrottningu ganga í skrokk á kærasta sínum

Birta myndband af hlaupadrottningu ganga í skrokk á kærasta sínum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Heitasti ágústdagur sögunnar í Phoenix í gær

Heitasti ágústdagur sögunnar í Phoenix í gær
Pressan
Fyrir 3 dögum

Komst að því að eiginmaðurinn væri kvæntur annarri konu þegar hann lést – Hatrömm erfðadeila í uppsiglingu

Komst að því að eiginmaðurinn væri kvæntur annarri konu þegar hann lést – Hatrömm erfðadeila í uppsiglingu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Móðir grínaðist með að kyrkja börnin sín rétt eftir að hún hafði myrt þau

Móðir grínaðist með að kyrkja börnin sín rétt eftir að hún hafði myrt þau