fbpx
Fimmtudagur 30.október 2025
Pressan

Ný sjúkdómseinkenni tengd Deltaafbrigði kórónuveirunnar – Kolbrandur og heyrnartap

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 9. júní 2021 06:59

Kórónuveira. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kolbrandur og heyrnartap eru meðal einkenna sem sumir þeirra sem sýkjast af svokölluðu Deltaafbrigði kórónuveirunnar fá. Þetta segir indverskt heilbrigðisstarfsfólk. Nú fer smitum af völdum þessa afbrigðis fjölgandi í Bretlandi.

Mirror segir að indverskir læknar hafi greint nokkur sjúkdómseinkenni sem þeir telja að tengist Deltaafbrigðinu (áður kallað indverska afbrigðið). Haft er eftir Ganesh Manudhane, hjartalækni í Mumbai, að sumir sjúklinganna fái svo alvarlega blóðtappa að það leiði til kolbrands.

Heyrnartap og síendurtekin magavandamál með uppköstum, ógleði og niðurgangi virðast einnig vera einkenni sem fylgja Deltaafbrigðinu.

Það er nokkuð útbreitt í Bretlandi og hefur einnig fundist í Noregi.

„Í fyrra töldum við að við hefðum lært eitthvað um þennan nýja óvin okkar en það hefur breyst,“ hefur Bloomberg eftir Abdul Ghafu, lækni á Apollo sjúkrahúsinu í Chennai. „Þessi veira er orðin svo óútreiknanleg,“ sagði hann einnig. Hann bar sjúkdómseinkennin saman við sjúkdómseinkennin í fyrstu bylgjunni og sagðist telja að nú væri niðurgangur miklu algengari en áður hjá sjúklingunum.

Sex þekktir indverskir læknar hafa að sögn Bloomberg skýrt frá einkennum á borð við magaverki, ógleði, uppköst, niðurgang, lystarleysi, heyrnartap og liðaverki.

Smitum hefur heldur fækkað á Indlandi að undanförnu eftir skelfilegan maí þar sem faraldurinn virtist stjórnlaus.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Leigubílstjórinn lánaði farþega símann sinn í smástund – Hann átti eftir að sjá eftir því

Leigubílstjórinn lánaði farþega símann sinn í smástund – Hann átti eftir að sjá eftir því
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fannst látin á einangraðri eyju eftir að skemmtiferðaskip lagði af stað án hennar

Fannst látin á einangraðri eyju eftir að skemmtiferðaskip lagði af stað án hennar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Telur þetta raunverulegu ástæðuna fyrir því að geimverur hafi ekki haft samband við okkur

Telur þetta raunverulegu ástæðuna fyrir því að geimverur hafi ekki haft samband við okkur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fyrrum eiginkona Andrésar Bretaprins á barmi taugaáfalls yfir að missa titlana – „Þau eru stöðugt að rífast og staðan orðin ljót“

Fyrrum eiginkona Andrésar Bretaprins á barmi taugaáfalls yfir að missa titlana – „Þau eru stöðugt að rífast og staðan orðin ljót“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump hækkar tolla á Kanada út af auglýsingu

Trump hækkar tolla á Kanada út af auglýsingu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Slapp úr haldi eftir fimm ár í hryllingshúsi

Slapp úr haldi eftir fimm ár í hryllingshúsi