fbpx
Sunnudagur 04.janúar 2026
Pressan

Segir að Bandaríkin verði að deila upplýsingum um uppruna COVID-19

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 3. júní 2021 17:30

Kórónuveira. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dale Fisher, sem starfar hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni WHO, segir að bandarísk stjórnvöld verði að deila þeim upplýsingum, sem þau hafa um uppruna kórónuveirunnar, með WHO og vísindasamfélaginu.

Nýlega skýrði Wall Street Journal frá því að bandarískar leyniþjónustustofnanir hafi upplýsingar um að þrír starfsmenn rannsóknarstofu í Wuhan í Kína hafi verið lagðir inn á sjúkrahús í nóvember 2019 með sjúkdómseinkenni sem líkjast einkennum COVID-19. Umrædd rannsóknarstofa hefur oft verið nefnd í tengslum við uppruna veirunnar en þar er unnið að tilraunum og rannsóknum á kórónuveirum.

Yfirmenn bandarískra leyniþjónustustofnana hafa sagt að þeir viti ekki hvaðan veiran er upprunnin en að annað hvort hafi hún borist úr dýrum í menn eða þá að hún hafi fyrir slysni sloppið út af rannsóknarstofu. The Guardian skýrir frá þessu. Fram kemur að Fisher hafi látið þessi ummæli falla í viðtali við BBC Radio 4 um helgina. Hann sagði jafnframt að kenningunni um að veiran ætti uppruna sinn í rannsóknarstofu hafi ekki verið ýtt út af borðinu en væri „óstaðfest“.

Sérfræðingahópur á vegum WHO komst fyrr á árinu að þeirri niðurstöðu að mjög ólíklegt sé að heimsfaraldurinn hafi byrjað eftir slys á rannsóknarstofu. En í ferð rannsóknarhópsins til Kína fékk hann aðeins að rannsaka það sem sneri að dýrum sem gætu hafa komið faraldrinum af stað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Swing-stefnumót endaði með morði – Dró upp byssu þegar parið vildi fara

Swing-stefnumót endaði með morði – Dró upp byssu þegar parið vildi fara
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hætt að tala við vinkonu sína af því hún neitaði að passa hundinn

Hætt að tala við vinkonu sína af því hún neitaði að passa hundinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ókyrrð í flugi olli meiðslum á farþegum á leiðinni til Tenerife

Ókyrrð í flugi olli meiðslum á farþegum á leiðinni til Tenerife
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta mun Trump hafa öskrað á þingkonu sína eftir að hún krafðist þess að Epstein-skjölin yrðu birt – „Hann var mjög reiður“

Þetta mun Trump hafa öskrað á þingkonu sína eftir að hún krafðist þess að Epstein-skjölin yrðu birt – „Hann var mjög reiður“
Pressan
Fyrir 6 dögum

33 ár liðin frá einu dularfyllsta mannshvarfi Bretlands – Gekk inn á salerni og sást aldrei aftur

33 ár liðin frá einu dularfyllsta mannshvarfi Bretlands – Gekk inn á salerni og sást aldrei aftur
Pressan
Fyrir 6 dögum

Maður fannst afhöfðaður í fiskabúri í leyniherbergi á heimili sínu – Málið þykir hafa átt að vera borðliggjandi en þó enn óupplýst

Maður fannst afhöfðaður í fiskabúri í leyniherbergi á heimili sínu – Málið þykir hafa átt að vera borðliggjandi en þó enn óupplýst
Pressan
Fyrir 1 viku

Fjölskyldufríið varð að martröð þegar móðirin ákvað að kaffæra ókunnugt barn til að kenna því lexíu

Fjölskyldufríið varð að martröð þegar móðirin ákvað að kaffæra ókunnugt barn til að kenna því lexíu
Pressan
Fyrir 1 viku

Sögulegir hlutir gerðust um jól: Einn undarlegasti atburður fyrri heimsstyrjaldarinnar átti sér stað á jóladag 1914

Sögulegir hlutir gerðust um jól: Einn undarlegasti atburður fyrri heimsstyrjaldarinnar átti sér stað á jóladag 1914