fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
Pressan

NASA er farið að taka fljúgandi furðuhluti alvarlega

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 12. júní 2021 11:30

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bill Nelson, nýr forstjóri bandarísku geimferðastofnunarinnar NASA, hefur ákveðið að stofnunin muni nú beina sjónum sínum í auknum mæli að svokölluðum fljúgandi furðuhlutum, UFO, og rannsóknum á þeim.

CNN skýrir frá þessu og hefur eftir Nelson, sem er fyrrum þingmaður Flórída og geimfari, að enginn viti, ekki einu sinni í efstu lögum NASA, hvaða hraðskreiðu fljúgandi hlutir það eru sem bandarískir herflugmenn hafa séð á undanförnum árum en þeir geta flogið gríðarlega hratt og breytt um stefnu á örskotsstund. Engin tækni sem við mennirnir ráðum yfir er svo fullkominn, að því að best er vitað.

Hann sagði jafnframt að hann telji ekki að þessir fljúgandi furðuhlutir séu sönnun fyrir því að geimverur séu að heimsækja jörðina, „Ég held að við myndum vita það ef svo væri,“ sagði hann en viðurkenndi um leið að of snemmt væri að afskrifa þann möguleika.

Ummæli hans eru á sömu leið og niðurstaða nýrrar skýrslu varnarmálaráðuneytisins Pentagon, sem verður birt síðar í mánuðinum, að sögn heimildarmanna CNN. Þeir segja að í henni sé komist að þeirri niðurstöðu að ekkert bendi til að fljúgandi furðuhlutir séu geimför vitsmunavera frá öðrum plánetum en um leið kemur að sögn fram að ekki sé vitað hvaðan þessir dularfullu hlutir koma.

„Við vitum ekki hvort þetta eru geimverur. Við vitum ekki ef þetta eru óvinir. Við vitum ekki hvort þetta er sjónblekking,“ sagði Nelson.

Nelson hefur ekki sett sérstakan rannsóknarhóp á laggirnar til að rannsaka fljúgandi furðuhluti en hann hefur gefið starfsfólki NASA fyrirmæli um að kafa ofan í mál tengd fljúgandi furðuhlutum ef þeim þyki þörf á því.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Svona getur þú prófað hversu heilbrigð lungun þín eru

Svona getur þú prófað hversu heilbrigð lungun þín eru
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vísindamaður segir að villtir draumar Pútíns um eilíft líf séu ekki svo fjarstæðukenndir

Vísindamaður segir að villtir draumar Pútíns um eilíft líf séu ekki svo fjarstæðukenndir
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fékk ekki hlutverkið sem hann sóttist eftir – Leikstjórinn vildi ekki „Luke Skywalker“

Fékk ekki hlutverkið sem hann sóttist eftir – Leikstjórinn vildi ekki „Luke Skywalker“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Dularfulli brúðkaupsgesturinn – Brúðurin komst að sannleikanum mörgum árum síðar

Dularfulli brúðkaupsgesturinn – Brúðurin komst að sannleikanum mörgum árum síðar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Bolsonaro sakfelldur fyrir valdaránstilraun

Bolsonaro sakfelldur fyrir valdaránstilraun
Pressan
Fyrir 4 dögum

Losnar ekki við óumbeðnar athugasemdir nágrannans – „Ég er ekki hörundsár, en ég hef fengið algjörlega nóg“

Losnar ekki við óumbeðnar athugasemdir nágrannans – „Ég er ekki hörundsár, en ég hef fengið algjörlega nóg“