fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Pressan

Pólverjar vilja kaupa bóluefni Johnson & Johnson af Dönum

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 6. maí 2021 19:30

Bóluefni Johnson & Johnson er selt undir merkjum Janssen í Evrópu. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dönsk heilbrigðisyfirvöld hafa ákveðið að nota kórónuveirubóluefnið frá Johnson & Johnson ekki og er ákvörðunin byggð á sama grunni og ákvörðunin um að nota ekki bóluefnið frá AstraZeneca. Hún er að hætta er á sjaldgæfum en alvarlegum aukaverkunum, blóðtöppum sem geta orðið fólki að bana. Nú hafa pólsk yfirvöld falast eftir kaupum á þeim skömmtum af bóluefni Johnson & Johnson sem Danir hafa keypt.

Danska utanríkisráðuneytið staðfesti í gær að erindi um þetta hefði borist frá forsætisráðherra Póllands. Það er heilbrigðisráðuneytið sem tekur ákvörðun um hvort bóluefnið verður selt.

Pólsk yfirvöld telja meiri áhættu felast í að seinka bólusetningum en að nota bóluefnið og eru því reiðubúin til að kaupa það af Dönum. Piotr Muller, talsmaður pólsku ríkisstjórnarinnar staðfesti í gær að ríkisstjórnin vilji kaupa bóluefnið af Dönum. Hann sagði einnig að Pólverjar séu tilbúnir til að kaupa önnur bóluefni gegn kórónuveirunni sem ekki verða notuð, eina skilyrðið er að þau séu samþykkt til notkunar í ESB. Danir eiga einnig nokkur hundruð þúsund skammta af bóluefninu frá AstraZeneca á lager en ekki hefur verið ákveðið hvað verður gert við það. Þeir höfðu samið um kaup á 8,2 milljónum skammta af bóluefninu frá Johnson & Johnson en eins og kunnugt er þarf aðeins að gefa einn skammt af því.

Rúmlega þrjár milljónir Pólverja hafa lokið bólusetningu gegn kórónuveirunni en um 38 milljónir búa í landinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Karl konungur með tilfinningaþrungna uppfærslu um krabbameinsbaráttuna

Karl konungur með tilfinningaþrungna uppfærslu um krabbameinsbaráttuna
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ráðherrann staðinn að lygum í þinginu – Reyndi að fara undan í flæmingi og flúði svo þingsal

Ráðherrann staðinn að lygum í þinginu – Reyndi að fara undan í flæmingi og flúði svo þingsal
Pressan
Fyrir 1 viku

Faðir varar ungmenni við eftir dauða 13 ára dóttur sinnar

Faðir varar ungmenni við eftir dauða 13 ára dóttur sinnar
Pressan
Fyrir 1 viku

Telur að Weinstein hafi afplánað sinn dóm vegna kynferðisbrota og segist fyrirgefa honum í hneykslanlegu viðtali

Telur að Weinstein hafi afplánað sinn dóm vegna kynferðisbrota og segist fyrirgefa honum í hneykslanlegu viðtali