fbpx
Mánudagur 24.nóvember 2025
Pressan

Svartbjörn varð konu að bana í Colorado – Fjórða tilfellið á 60 árum

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 4. maí 2021 22:00

Svartbjörn. Mynd:US Fish and Wildlife Service

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svartbjörn varð 39 ára konu að bana í Colorado í Bandaríkjunum á föstudaginn. Þetta var í fjórða sinn síðan 1960 sem svartbjörn hefur orðið manneskju að bana í Colorado að sögn yfirvalda.

CNN segir að unnusti konunnar hafi fundið lík hennar nærri bænum Durango, sem er um 500 km suðvestur af Denver, höfuðborg ríkisins.

Maðurinn sagði lögreglunni að hann hefði komið heim klukkan 20.30 og hefði þá fundið tvo hunda parsins úti en konan var hvergi sjáanleg. Hann leitaði að henni á göngustíg þar sem hún var vön að fara í göngutúr með hundana. Þar fann hann lík hennar.

Niðurstöður krufningar liggja ekki fyrir en lögreglan fann bjarnarhár á líkinu og það bar þess merki að étið hefði verið af því.

Með aðstoð leitarhunda fundu embættismenn 10 ára birnu með tvo húna nærri staðnum þar sem líkið fannst og voru dýrin felld í varúðarskyni. Krufning á þeim leiddi í ljós að leifar af mannakjöti voru í maga birnunnar og annars húnsins.

Talið er að um 19.000 svartbirnir séu í Colorado.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Donald Trump fékk ekki boð í jarðarför Cheney

Donald Trump fékk ekki boð í jarðarför Cheney
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gíslarnir segja frá: „Þetta er eitthvað sem nasistarnir gerðu ekki einu sinni“

Gíslarnir segja frá: „Þetta er eitthvað sem nasistarnir gerðu ekki einu sinni“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kaupmaður sem hvarf fyrir 5 árum fannst á lífi – örfáum dögum eftir að fimm voru handteknir fyrir morðið á honum

Kaupmaður sem hvarf fyrir 5 árum fannst á lífi – örfáum dögum eftir að fimm voru handteknir fyrir morðið á honum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svínsleg framkoma forsetans veldur meira fjaðrafoki en vanalega – Gekk Trump loksins of langt?

Svínsleg framkoma forsetans veldur meira fjaðrafoki en vanalega – Gekk Trump loksins of langt?
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjaðrafok í netheimum því kona lauk doktorsnámi í stað þess að unga út börnum – „Njóttu kattanna þinna“

Fjaðrafok í netheimum því kona lauk doktorsnámi í stað þess að unga út börnum – „Njóttu kattanna þinna“
Pressan
Fyrir 5 dögum

MAGA-áhrifavaldur uggandi yfir stöðunni – „Repúblikanaflokkurinn glímir við nasistavanda“

MAGA-áhrifavaldur uggandi yfir stöðunni – „Repúblikanaflokkurinn glímir við nasistavanda“