fbpx
Fimmtudagur 16.október 2025
Pressan

Aldrei fyrr hafa svo margir reykt

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 28. maí 2021 17:31

Reykingar hafa skelfileg áhrif á ungt fólk.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árið 2019 urðu reykingar um 8 milljónum manna að bana og á sama tíma fjölgaði reykingafólki og hefur það aldrei áður verið svo margt. Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar sem var birt í vísindaritinu The Lancet á fimmtudaginn.

The Guardian skýrir frá þessu. Fram kemur að höfundar rannsóknarinnar beini því til stjórnvalda um allan heim að reyna að koma í veg fyrir að ungt fólk byrji að reykja. 2019 var tala reykingafólks komin upp í 1,1 milljarð um allan heim. Fjölgaði reykingafólki um 150 milljónir frá 1990. Höfundarnir segja að yfirvöld verði að beina sjónum sínum að ungu fólki en 89% nýrra reykingamanna urðu háðir tóbaki þegar þeir voru yngri en 25 ára. Þeir segja að ólíklegt sé að fólk eldra en 25 ára byrji að reykja.

Þrátt fyrir ýmsar forvarnaraðgerðir víða um heim á síðustu þremur áratugum fjölgaði körlum, sem reykja, í 20 ríkjum og konum, sem reykja, fjölgaði í 12 ríkjum. Tveir þriðju hlutar allra reykingamanna búa í 10 ríkjum en þau eru: Kína, Indland, Indónesía, Bandaríkin, Rússland, Bangladess, Japan, Tyrkland, Víetnam og Filippseyjar. Ein af hverjum þremur reykingamönnum, eða 341 milljón, býr í Kína.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Sextug kona lést í furðulegu slysi þegar hún var að þvo bílinn sinn

Sextug kona lést í furðulegu slysi þegar hún var að þvo bílinn sinn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Stakk móður sína til bana en orð lítils barns nísta hjartað

Stakk móður sína til bana en orð lítils barns nísta hjartað
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hlaðvarpsþáttur hristir upp í umdeildu sakamáli – Robert hlaut dauðadóm í vafasömu „Shaken baby-máli“

Hlaðvarpsþáttur hristir upp í umdeildu sakamáli – Robert hlaut dauðadóm í vafasömu „Shaken baby-máli“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Diane Keaton er látin

Diane Keaton er látin
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fyrrverandi útvarpsmaður á BBC ákærður fyrir fjórar nauðganir og fjölmörg önnur kynferðisbrot

Fyrrverandi útvarpsmaður á BBC ákærður fyrir fjórar nauðganir og fjölmörg önnur kynferðisbrot
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hakkarar í Norður-Kóreu beina spjótum sínum að nýju skotmarki

Hakkarar í Norður-Kóreu beina spjótum sínum að nýju skotmarki
Pressan
Fyrir 6 dögum

Ráðherrann sagðist standa keik andspænis her Antifa – Herinn samanstóð af blaðamönnum og manni í hænubúning

Ráðherrann sagðist standa keik andspænis her Antifa – Herinn samanstóð af blaðamönnum og manni í hænubúning
Pressan
Fyrir 6 dögum

Kennari sem nauðgaði 15 ára stúlku drepinn

Kennari sem nauðgaði 15 ára stúlku drepinn