fbpx
Þriðjudagur 14.október 2025
Pressan

WHO stefnir að því að búið verði að bólusetja 10% jarðarbúa í september

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 25. maí 2021 10:15

Mynd: Stjórnarráðið

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO stefnir að því að búið verði að bólusetja tíu prósent jarðarbúa í september. Þetta sagði Tedros Adhanom Ghebreyesus, forstjóri WHO, á fundi aðildarríkja stofnunarinnar í gær.

Í flestum þróuðum ríkjum hefur þetta markmið nú náðst og vel það en í fátæku ríkjunum er staðan allt önnur. Til dæmis gengur erfiðlega að koma bólusetningum af stað af einhverjum krafti í Afríku. Samkvæmt tölum frá Our World In Data þá er búið að bólusetja 27,6 milljónir Afríkubúa en það eru um 1,58% af íbúum álfunnar. Í Asíu er hlutfallið um 5% en í ríkjum Evrópusambandsins er það 35%.

Ghebreyesus hvatti til alþjóðlegrar samvinnu til að tryggja að hægt verði að bólusetja fólk í öllum ríkjum heims, ekki bara í ríku löndunum. Hann sagði einnig að í árslok eigi helst að vera búið að bólusetja 30% íbúa allra ríkja heims gegn kórónuveirunni.

WHO hefur margoft hvatt ríku löndin til að senda bóluefni til fátækra ríkja í staðinn fyrir að bólusetja ungt fólk. WHO hefur hrundið hinu svokallað COVAX-samstarfi af stað en því er ætlað að tryggja að fátæku ríkin fái einnig bóluefni. Í gær tilkynntu Danir að þeir ætli að gefa þrjár milljónir skammta til verkefnisins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Diane Keaton er látin

Diane Keaton er látin
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hjálpaði Ed Gein við leitina að Ted Bundy? – Sannleikurinn á bak við Skrímslið

Hjálpaði Ed Gein við leitina að Ted Bundy? – Sannleikurinn á bak við Skrímslið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gekk of langt í hrekkjavökuskreytingu og var handtekinn – Sjáðu myndina

Gekk of langt í hrekkjavökuskreytingu og var handtekinn – Sjáðu myndina
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fyrrverandi útvarpsmaður á BBC ákærður fyrir fjórar nauðganir og fjölmörg önnur kynferðisbrot

Fyrrverandi útvarpsmaður á BBC ákærður fyrir fjórar nauðganir og fjölmörg önnur kynferðisbrot
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kennari sem nauðgaði 15 ára stúlku drepinn

Kennari sem nauðgaði 15 ára stúlku drepinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Danir ætla að banna samfélagsmiðlanotkun barna – „Við höfum sleppt skrímslinu lausu”

Danir ætla að banna samfélagsmiðlanotkun barna – „Við höfum sleppt skrímslinu lausu”
Pressan
Fyrir 6 dögum

Evrópskur eiturlyfjabarón fær vernd í Sierra Leone – Gerði dóttur forsetans ólétta

Evrópskur eiturlyfjabarón fær vernd í Sierra Leone – Gerði dóttur forsetans ólétta
Pressan
Fyrir 6 dögum

Hóta að slátra 30 mjöldrum ef ekki fáist peningar fyrir þá

Hóta að slátra 30 mjöldrum ef ekki fáist peningar fyrir þá