fbpx
Fimmtudagur 14.ágúst 2025
Pressan

Merk uppgötvun á Ítalíu – Varpar ljósi á merka sögu

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 15. maí 2021 17:00

Homo sapiens og Neanderdalsmaður. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýlega skýrði ítalska menningarmálaráðuneytið frá því að steingervingar níu Neanderdalsmanna hafi fundist í Guattarihellinum í miðhluta landsins. Þetta er talin mjög merkileg uppgötvun sem varpi enn frekara ljósi á sögu þessarar tegundar manna.

Átta af steingervingunum eru á milli 50.000 og 68.000 ára gamlir en sá elsti er 90.000 til 100.000 ára.

Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að áður hafi tveir steingervingar Neanderdalsmanna fundist í hellinum og því hafi nú 11 fundist í heildina. „Þetta staðfestir að þetta er einn mikilvægasti staður heims hvað varðar sögu Neanderdalsmanna,“ segir í tilkynningunni.

Talið er að allir níu Neanderdalsmennirnir, sem fundust núna, hafi verið fullorðnir. Ekki er þó hægt að útiloka að einn þeirra hafi verið ungmenni.

Guattarihellirinn er í San Felice Circeo á milli Rómar og Napólí.

Vitað er að Neanderdalsmenn voru upp á sama tíma og nútímamaðurinn og að tegundirnar blönduðust. Erfðaefni úr Neanderdalsmönnum er að finna í okkur nútímamönnum en þó ekki í miklu magni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Tók tvo sopa áður en hann missti meðvitund – „Ég er kominn með nóg af þessu landi“

Tók tvo sopa áður en hann missti meðvitund – „Ég er kominn með nóg af þessu landi“
Pressan
Í gær

Elon Musk ætlar í mál við Apple – „Hvað er í gangi? Forvitnir vilja vita“

Elon Musk ætlar í mál við Apple – „Hvað er í gangi? Forvitnir vilja vita“
Pressan
Í gær

Lést eftir að hafa borðað brokkolísamloku – Fjöldi fólks á sjúkrahúsi

Lést eftir að hafa borðað brokkolísamloku – Fjöldi fólks á sjúkrahúsi
Pressan
Í gær

Herða reglur um skotvopnaeign í kjölfar skelfilegra mála

Herða reglur um skotvopnaeign í kjölfar skelfilegra mála
Pressan
Fyrir 2 dögum

16 ára sænsk stúlka ætlaði að myrða ung börn – Stöðvuð nokkrum sekúndum áður

16 ára sænsk stúlka ætlaði að myrða ung börn – Stöðvuð nokkrum sekúndum áður
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fjarlægja hátalara sem útvarpa áróðri til Norður-Kóreu

Fjarlægja hátalara sem útvarpa áróðri til Norður-Kóreu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sjö persónuleikaeinkenni sem einkenna mjög gáfuð börn

Sjö persónuleikaeinkenni sem einkenna mjög gáfuð börn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hún vissi að pabbi hennar var að gera slæma hluti við hana – Það tók mörg ár að afhjúpa sannleikann

Hún vissi að pabbi hennar var að gera slæma hluti við hana – Það tók mörg ár að afhjúpa sannleikann