fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Pressan

Harry skefur ekki utan af lýsingum á lífinu í konungsfjölskyldunni – „Blanda af The Truman Show og dýragarði“

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 14. maí 2021 06:00

Harry prins. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í nýju viðtali við Dax Shepard í hlaðvarpinu Armchair Expert ræðir Harry prins um lífið í konungsfjölskyldunni og skefur ekki utan af hlutunum. Hann líkir lífinu í konungsfjölskyldunni við „blöndu af The Truman Show og dýragarði“. Hann segist einnig vilja „rjúfa vítahring þjáninga og sársauka“ sem fylgdu konunglegu uppeldi hans þegar hann elur sín eigin börn upp. Hann og Meghan Markle, eiginkona hans, eiga sonin Archie, sem er tveggja ára, og eiga von á stúlku síðar á árinu.

Sky News segir að Harry ræði um það mikla álag sem fylgi því að alast upp við að vera alltaf undir smásjá. „Þetta er engum að kenna. Ég held að við ættum ekki að vera að benda á einhverja eða kenna einhverjum um, en hvað varðar uppeldi þá hef ég upplifað ákveðinn sársauka eða þjáningar af völdum þess sársauka og þjáninga sem faðir minn eða foreldrar mínir urðu kannski fyrir. Ég vil tryggja að ég brjóti þessa hringrás svo ég skili þessu ekki áfram,“ segir hann í hlaðvarpinu.

Hann segir einnig að hann hafi lengi vel ekki séð hvernig ástandið var en síðan hafi hann farið að raða púslunum saman og áttað sig á að uppeldi hans tengdist því sem faðir hans upplifði á yngri árum: „Þarna gekk hann í skóla, þetta gerðist, ég veit þetta um líf hans, ég veit einnig að þetta tengist foreldrum hans svo það þýðir að hann kom fram við mig eins og komið var fram við hann, hvernig get ég breytt þessu varðandi börnin mín?“

Hann segist hafa flutt til Bandaríkjanna, það hafi ekki verið í kortunum en stundum þurfi að taka ákvörðun þar sem fjölskyldan og andleg heilsa eru sett í öndvegi.

Þegar Shepard líkti kastljósinu, sem Harry var í sem meðlimur konungsfjölskyldunnar, við The Truman Show, sem er kvikmynd frá 1998 með Jim Carrey í aðalhlutverki, tók Harry undir það.

„Þetta er blanda af The Truman Shown og að vera í dýragarði,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Mikil reiði eftir að hrottalegur nauðgari slapp við fangelsisvist – Einn þolandi var nær dauða en lífi

Mikil reiði eftir að hrottalegur nauðgari slapp við fangelsisvist – Einn þolandi var nær dauða en lífi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Pulp Fiction-stjarnan fannst liggjandi í eigin blóði á föstudaginn – Dularfull skilaboð fundust við hlið hans

Pulp Fiction-stjarnan fannst liggjandi í eigin blóði á föstudaginn – Dularfull skilaboð fundust við hlið hans
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þrettán ára drengur lést eftir að hafa úðað í sig ósoðnum núðlum

Þrettán ára drengur lést eftir að hafa úðað í sig ósoðnum núðlum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ung kona fékk skilorðsbundinn dóm fyrir að valda dauða sona sinna í umferðarslysi

Ung kona fékk skilorðsbundinn dóm fyrir að valda dauða sona sinna í umferðarslysi