fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Pressan

Það sem ekki átti að geta gerst gerðist – Var úti á miðri glerbrú þegar glerið fauk úr

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 11. maí 2021 16:30

Hér sést maðurinn ríghalda sér úti á brúnni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það hefur örugglega verið skelfileg lífsreynsla sem ferðamaður einn lenti í nýlega þegar hann var úti á glerbrú í Piyan í Longjing í Kína en þá brotnaði gler í gólfi brúarinnar í miklu hvassviðri. Maðurinn sat fastur úti á brúnni þar til björgunarmönnum tókst að komast til hans um hálfri klukkustund síðar.

The Guardian segir að vindhviður, allt að 150 km/klst, hafi hreinlega feykt gleri úr gólfi brúarinnar. Á myndum, sem hefur verið deilt á samfélagsmiðlum, sést maðurinn ríghalda sér í handriði brúarinnar en allt í kringum hann eru göt þar sem gler var áður.

Svona leit brúin út áður en óhappið varð. Skjáskot/Dimitris Ketsetzidis/YouTube

Maðurinn slasaðist ekki en var fluttur til skoðunar á sjúkrahúsi í öryggisskyni að sögn kínverskra fjölmiðla.

Í athugasemdakerfum kínverskra fjölmiðla og samfélagsmiðla hefur fólk lýst atburðinum sem martröð og spurt hefur verið hvernig hægt sé að tryggja öryggi fólks út á glerbrúm sem þessum en margar slíkar hafa verið byggðar á síðustu árum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Stærsti gullfundur sögunnar gæti orðið efnahagsleg martröð fyrir Trump

Stærsti gullfundur sögunnar gæti orðið efnahagsleg martröð fyrir Trump
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hófdrykkjufólk er í aukinni hættu á að fá krabbamein og hjarta- og æðasjúkdóma

Hófdrykkjufólk er í aukinni hættu á að fá krabbamein og hjarta- og æðasjúkdóma
Pressan
Fyrir 3 dögum

Það þarf að þvo hana daglega – Svona gerir þú hana almennilega hreina

Það þarf að þvo hana daglega – Svona gerir þú hana almennilega hreina
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Elon Musk sagður tryggja eigin hagsmuni um leið og hann sker niður hjá öðrum

Elon Musk sagður tryggja eigin hagsmuni um leið og hann sker niður hjá öðrum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Mikil fækkun á komum erlendra ferðamanna til Bandaríkjanna

Mikil fækkun á komum erlendra ferðamanna til Bandaríkjanna