fbpx
Föstudagur 09.janúar 2026
Pressan

Caitlyn Jenner sögð vera á leið í pólitík – Vill feta í fótspor Arnold Schwarzenegger

Bjarki Sigurðsson
Föstudaginn 9. apríl 2021 16:22

Caitlyn Jenner lætur ekkert stoppa sig.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Caitlyn Jenner, móðir raunveruleikastjarnanna Kylie og Kendall Jenner, er sögð ætla að sækjast eftir því að vera næsti ríkisstjóri Kaliforníu-fylkis í Bandaríkjunum. Politico greinir frá.

Caitlyn, sem vann til gullverðlauna í tugþraut á Ólympíuleikunum í Montreal árið 1976, verður 72 ára á árinu en hún hefur fundað með vel þekktu fólki innan Repúblikanaflokksins upp á síðkastið. Orðrómarnir hófust fyrr á þessu ári en Caitlyn þaggaði niður í þeim og sagðist ekki ætla að bjóða sig fram. Vísbendingarnar um framboð eru þó sterkari nú en áður.

Meðal þeirra sem Caitlyn hefur fundað með upp á síðkastið eru Caroline Wren sem er stórt nafn innan Repúblikanaflokksins og Brad Parscale, fyrrum kosningastjóra Donald Trump.

Það kemur í ljós á næstu vikum hvort kosið verði um ríkisstjóra fylkisins á næstunni en vinsældir Gavin Newsom, núverandi ríkisstjóra, hafa dvínað verulega upp á síðkastið. Líklegt er að íbúar fylkisins kjósi um hvort hann eigi að segja af sér eða ekki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Læknanemi sakaður um að hrinda gömlum manni fyrir járnbrautarlest

Læknanemi sakaður um að hrinda gömlum manni fyrir járnbrautarlest
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vísindamenn segja að þetta sé miklu betri mælikvarði en BMI-stuðullinn

Vísindamenn segja að þetta sé miklu betri mælikvarði en BMI-stuðullinn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Full gremju og reiði yfir skjáeiginmanninum í Húsinu á sléttunni

Full gremju og reiði yfir skjáeiginmanninum í Húsinu á sléttunni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lenti í ótrúlegum hremmingum eftir að hann hjálpaði barni sem var að detta

Lenti í ótrúlegum hremmingum eftir að hann hjálpaði barni sem var að detta
Pressan
Fyrir 4 dögum

Var við hestaheilsu þar til hann komst í tæri við orkudrykki

Var við hestaheilsu þar til hann komst í tæri við orkudrykki
Pressan
Fyrir 4 dögum

Opinberar þá „grimmustu og óþægilegustu“ í hópi fræga fólksins

Opinberar þá „grimmustu og óþægilegustu“ í hópi fræga fólksins