fbpx
Fimmtudagur 13.nóvember 2025
Pressan

Hætta tilraunum á börnum með bóluefni AstraZeneca

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 7. apríl 2021 07:00

Bóluefni frá AstraZeneca. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vísindamenn við Oxfordháskóla og hjá lyfjafyrirtækinu AstraZeneca hafa gert tímabundið hlé á tilraunum á börnum með bóluefni AstraZeneca gegn kórónuveirunni. Beðið er eftir upplýsingum frá Evrópsku lyfjastofnuninni EMA áður en ákvörðun verður tekin um framhaldið.

Sky News skýrir frá þessu og hefur eftir talsmanni háskólans en vísindamenn við hann þróuðu bóluefnið í samstarfi við vísindamenn hjá AstraZeneca. Tilraunir hafa staðið yfir með bólusetningar á breskum börnum að undanförnu. Talsmaðurinn sagði að „engar áhyggjur“ væru uppi um öryggið í rannsókninni.

EMA er að rannsaka hvort tengsl séu á milli bóluefnisins og blóðtappa hjá fólki en nokkrir hafa látist eftir að hafa verið bólusettir með bóluefni AstraZeneca.

Oxfordháskóli tilkynnti í febrúar að tilraunir myndu hefjast í febrúar á 300 börnum sem myndu fá bóluefnið. En nú hefur hlé verið gert á þessum tilraunum á meðan beðið er eftir frekari upplýsingum frá EMA.

Ekki hefur verið sýnt fram á bein tengsl á milli bóluefnisins og blóðtappa en í gær sagði yfirmaður hjá EMA að tengsl væru þar á milli. Stofnunin dró í land í gærkvöldi og sagði að enn hefði ekkert verið staðfest í þeim efnum og að málið væri enn í rannsókn. Reiknað er með að EMA sendi frá sér tilkynningu í dag eða á morgun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

„Ég svaf hjá öðrum manni nóttina fyrir brúðkaupið og giftist samt“

„Ég svaf hjá öðrum manni nóttina fyrir brúðkaupið og giftist samt“
Pressan
Í gær

Sakaður um að brugga Angelu Merkel og fleirum banaráð í gegnum vefsvæði hægri öfgamanna

Sakaður um að brugga Angelu Merkel og fleirum banaráð í gegnum vefsvæði hægri öfgamanna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Nýjar afhjúpanir í máli hjónanna sem hlutu viðurstyggilegan dauðdaga

Nýjar afhjúpanir í máli hjónanna sem hlutu viðurstyggilegan dauðdaga
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fór út um morguninn að bera út blaðið og kom svo að fjölskyldu sinni látinni – Martröðin var samt bara rétt að byrja

Fór út um morguninn að bera út blaðið og kom svo að fjölskyldu sinni látinni – Martröðin var samt bara rétt að byrja
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lík rússneskra hjóna fundust illa leikin í eyðimörk nærri Dubai – Blóðug hefnd fyrir samviskulaus svik

Lík rússneskra hjóna fundust illa leikin í eyðimörk nærri Dubai – Blóðug hefnd fyrir samviskulaus svik
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ungur maður nauðgaði ókunnugri konu á sextugsaldri á almannafæri því hann var hreinn sveinn

Ungur maður nauðgaði ókunnugri konu á sextugsaldri á almannafæri því hann var hreinn sveinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hver drap næturvaktina fyrir 45 árum? – „Það er kominn tími til að afhjúpa þetta leyndarmál“

Hver drap næturvaktina fyrir 45 árum? – „Það er kominn tími til að afhjúpa þetta leyndarmál“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Nýtt og óvænt vopn gegn moskítóflugum er í þróun

Nýtt og óvænt vopn gegn moskítóflugum er í þróun