fbpx
Miðvikudagur 31.desember 2025
Pressan

Sjálfboðaliðar eru komnir upp á yfirborðið eftir 40 daga dvöl í helli

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 30. apríl 2021 22:00

Christian Clot og sjálfboðaliðarnir á fréttamannafundi að dvölinni lokinni. Mynd:AFP

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hvernig upplifun er það þegar dagur og nótt eru tekin úr sambandi? Þessu og fleiri spurningum er reynt að svara með nýrri rannsókn. Um allan heim hefur fólk orðið mikla reynslu af sóttvarnaaðgerðum vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar og tilheyrandi lokunum á samfélagsstarfsemi. En 15 franskir sjálfboðaliðar gengu enn lengra en flestir hafa gert og lokuðu sig af í 40 daga í helli en allt var þetta liður í nýrri rannsókn.

Markmiðið með dvölinni í hellinum var að kanna hvar mörk fólks liggja þegar kemur að því að aðlagast einangrun. Fólkið lauk dvölinni í hellinum klukkan 10.30 á laugardaginn og kom þá aftur upp á yfirborðið. Það var ansi fölt eftir þessa löngu dvöl neðanjarðar og augu þess áttu erfitt með að þola birtuna þegar þau sáu yfirborð jarðar aftur.

Leiðtogi hópsins var Christian Clot sem stundar rannsóknir á aðlögunarhæfni fólks og segist vera „atvinnukönnuður“. „Framtíð okkar sem manna hér á jörðinni mun sífellt þróast. Við verðum að læra hvernig heilar okkar geta fundið nýjar lausnir óháð þeirri stöðu sem við erum í,“ sagði hann að sögn BBC.

Þátttakendurnir, sem eru á aldrinum 27 til 50 ára, voru án úra, síma og náttúrulegs ljóss á meðan þeir dvöldu í hellinum. Þar var hitastigið 12 gráður og loftrakinn 95%. Allir voru með skynjara sem skráðu viðbrögð fólksins við að upplifa ekki dag og nótt eða annað tengt tíma og rúmi.

Þegar fólkið kom út úr hellinum var það með sérstök gleraugu til að vernda augun fyrir sólargeislum.

Á meðan á dvölinni í hellinum stóð átti fólkið að fylgja líkamsklukku sinni hvað varðar svefn- og matartíma. Dagarnir voru ekki mældir í klukkustundum heldur í hringrás svefns þeirra. Fólkið þurfti að leysa ýmis verkefni á meðan á dvölinni stóð.

Marina Lancon, 33 ára, var ein sjö kvenna sem tóku þátt. Hún sagði að helladvölin hafi verið eins og að ýta á pásu takkann.

Clot sagði að það hafi ekki komið á óvart að margir þátttakendanna hafi misst tímaskynið á meðan á dvölinni stóð og hafi upplifað dagana 40 sem 30 daga. Einn upplifði dagana sem 23 en ekki 40.

Verkefnið nefnist „Deep Time“ og hefur það fengið 1,2 milljónir evra í styrki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Maður fannst afhöfðaður í fiskabúri í leyniherbergi á heimili sínu – Málið þykir hafa átt að vera borðliggjandi en þó enn óupplýst

Maður fannst afhöfðaður í fiskabúri í leyniherbergi á heimili sínu – Málið þykir hafa átt að vera borðliggjandi en þó enn óupplýst
Pressan
Fyrir 3 dögum

12 ára drengur bjargaði mannslífum eftir að leið yfir móður hans undir stýri

12 ára drengur bjargaði mannslífum eftir að leið yfir móður hans undir stýri
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sögulegir hlutir gerðust um jól: Einn undarlegasti atburður fyrri heimsstyrjaldarinnar átti sér stað á jóladag 1914

Sögulegir hlutir gerðust um jól: Einn undarlegasti atburður fyrri heimsstyrjaldarinnar átti sér stað á jóladag 1914
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fundu leynda grafhvelfingu musterisriddara í Póllandi þar sem hið heilaga gral gæti leynst

Fundu leynda grafhvelfingu musterisriddara í Póllandi þar sem hið heilaga gral gæti leynst
Pressan
Fyrir 1 viku

Ekki batnar það hjá fyrrverandi prinsinum – Nýjar ásakanir gegn Andrési í Epstein-skjölunum

Ekki batnar það hjá fyrrverandi prinsinum – Nýjar ásakanir gegn Andrési í Epstein-skjölunum
Pressan
Fyrir 1 viku

Kraftaverk á jólum: Lögreglumaður sem var skotinn í höfuðið útskrifaður af sjúkrahúsi

Kraftaverk á jólum: Lögreglumaður sem var skotinn í höfuðið útskrifaður af sjúkrahúsi
Pressan
Fyrir 1 viku

Aðgerðahópur dulbúinn sem jólasveinn og álfar stálu matvörum að hætti Hróa hattar

Aðgerðahópur dulbúinn sem jólasveinn og álfar stálu matvörum að hætti Hróa hattar
Pressan
Fyrir 1 viku

Fyrrverandi barnastjarnan óþekkjanleg – Heimilislaus í hjartnæmu myndbandi

Fyrrverandi barnastjarnan óþekkjanleg – Heimilislaus í hjartnæmu myndbandi