fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Pressan

Segist vera sonur Karls prins og Camillu hertogaynju – Birtir „sönnunargagn“

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 26. apríl 2021 06:59

Karl og Camilla.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árum saman hefur Simon Charles Dorante-Day haldið því fram að hann sé sonur Karls Bretaprins og eiginkonu hans, Camillu hertogaynju af Cornwall. Þessar staðhæfingar hans hafa þó ekki hlotið mikinn hljómgrunn fram að þessu en í síðustu viku birti Simon ljósmynd sem hann segir sanna mál sitt.

Simon er 55 ára og býr í Ástralíu en fæddist í Bretlandi. Hann segist hafa verið getinn 1965 þegar Karl var 17 ára og Camilla 18 ára. Hann fæddist 1966 í Portsmouth og segist hafa verið ættleiddur af fjölskyldu sem tengist bresku hirðinni. „Amma mín, sem starfaði fyrir drottninguna, sagði mér margoft að ég væri sonur Karls og Camillu,“ sagði Simon í samtali við 7News.

Í síðustu viku birti hann mynd á Facebook af syni sínum, Liam, og Elísbetu II Bretadrottningu og segir að það sé sláandi hversu lík þau séu.

https://www.facebook.com/simoncharles.doranteday/posts/5391057144302223

Í samtali við 7News sagði hann að hann hafi verið nærri því að falla í yfirlið þegar hann sá myndina. „Elvie (eiginkona hans, innsk. blaðamanns) og mér finnst við sjá svo marga meðlimi konungsfjölskyldunnar í börnum okkar en þetta breytti öllu.“

En hvað finnst þér lesandi góður? Eru líkindi með þeim?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Eiginkonan varð veik eftir heimsendan mat – Brá mikið þegar hann sá Ring-upptökuna

Eiginkonan varð veik eftir heimsendan mat – Brá mikið þegar hann sá Ring-upptökuna
Pressan
Fyrir 4 dögum

Móðir og amma handteknar eftir að tveggja ára stúlka rannst ráfandi í skógi

Móðir og amma handteknar eftir að tveggja ára stúlka rannst ráfandi í skógi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sagðist hafa komið að konunni sinni meðvitundarlausri í baðkari en hafði í rauninni drekkt henni

Sagðist hafa komið að konunni sinni meðvitundarlausri í baðkari en hafði í rauninni drekkt henni
Pressan
Fyrir 5 dögum

Trump brjálaður og segir það jaðra við landráð að fjölmiðlar saki hann um að vera heilsuveill

Trump brjálaður og segir það jaðra við landráð að fjölmiðlar saki hann um að vera heilsuveill
Pressan
Fyrir 6 dögum

Hélt hún væri að fara að hitta draumaprinsinn en í staðinn beið hennar kunnuglegt andlit og grunn gröf

Hélt hún væri að fara að hitta draumaprinsinn en í staðinn beið hennar kunnuglegt andlit og grunn gröf
Pressan
Fyrir 6 dögum

19 ára drengur grunaður um að hafa reynt að ræna þremur börnum

19 ára drengur grunaður um að hafa reynt að ræna þremur börnum