fbpx
Föstudagur 28.nóvember 2025
Pressan

Afganskar konur óttast endurkomu Talibana – „Hræðilegir dagar framundan“

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 18. apríl 2021 19:00

Afganskar konur og stúlkur eiga ekki allar gott líf. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Joe Biden, Bandaríkjaforseti, tilkynnti í vikunni að bandarískt herlið verði kallað heim frá Afganistan og verði brottflutningi þess lokið fyrir 11. september en þá verða 20 ár liðin frá hryðjuverkaárásunum á Bandaríkin sem voru kveikjan að innrás Bandaríkjanna og bandalagsþjóða í Afganistan. Bandalagsþjóðir Bandaríkjanna munu einnig kalla herlið sín frá Afganistan. Þetta mun hafa mikil áhrif í Afganistan og telja margir líklegt að brotthvarf alþjóðaherliðsins þýði að Talibanar komist aftur til valda. Það veldur afgönskum konum miklum áhyggjum enda Talibanar þekktir fyrir allt annað en að vera stuðningsmenn frjálslyndis og kvenréttinda.

Afganar óttast nú að átök á milli stjórnarhersins og Talibana muni harðna til muna þegar þeir síðarnefndu reyni að ná landinu á sitt vald eftir brotthvarf alþjóðahersins.

Á síðustu mánuðum hefur ofbeldisverkum gegn óbreyttum borgurum fjölgað mikið í landinu og þá sérstaklega þeim sem beinast gegn konum og börnum. Þetta kemur fram í upplýsingum sem Sameinuðu þjóðirnar birtu á miðvikudaginn. Einnig kemur fram að Talibanar ráði nú yfir stærri hluta landsins en þeir hafa gert síðustu tvo áratugi.

Ef Talibanar komast til valda mun það hafa í för með sér að réttindi kvenna verða skert mikið en á yfirráðasvæðum stjórnarinnar í Kabúl geta þær sótt sér menntun og litlar stúlkur fá að ganga í skóla. Það er Talibönum ekki að skapi. Þeir leyfa konum heldur ekki að vinna og eiga þær að halda sig heima og vera undirgefnar eiginmönnum sínum.

Í umfjöllun The Guardian er bent á að ekki sé öruggt að Talibanar nái völdum og að þeir hafi gefið í skyn að ef þeir komist til valda muni þeir hugsanlega verða sveigjanlegri en áður hvað varðar menntun kvenna. En hugsanlega eru þetta bara ummæli sem voru látin falla til að reyna að auka stuðning við hreyfingu þeirra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hringdi inn í útvarpsþátt og sagðist hafa fundið lík – „Gaur, hringdu í lögregluna“

Hringdi inn í útvarpsþátt og sagðist hafa fundið lík – „Gaur, hringdu í lögregluna“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vara eindregið við fjölkærum samböndum

Vara eindregið við fjölkærum samböndum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Nauðguðu 18 ára ítalskri konu og létu kærastann hennar horfa á

Nauðguðu 18 ára ítalskri konu og létu kærastann hennar horfa á
Pressan
Fyrir 2 dögum

Varaforstjóri Campbell’s í vanda eftir að hljóðupptöku var lekið – „Hver kaupir þetta drasl?“

Varaforstjóri Campbell’s í vanda eftir að hljóðupptöku var lekið – „Hver kaupir þetta drasl?“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gerandi í Slender Man-árásinni hrottalegu strauk af áfangaheimili

Gerandi í Slender Man-árásinni hrottalegu strauk af áfangaheimili
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vendingar í máli litla drengsins sem hvarf sporlaust fyrir tveimur mánuðum

Vendingar í máli litla drengsins sem hvarf sporlaust fyrir tveimur mánuðum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Táningsstúlka fór fram á þunga refsingu fyrir móður sína

Táningsstúlka fór fram á þunga refsingu fyrir móður sína
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sakamál: Sjúklegt athæfi móður – Giftist börnum sínum – Hvernig var það hægt?

Sakamál: Sjúklegt athæfi móður – Giftist börnum sínum – Hvernig var það hægt?