fbpx
Fimmtudagur 27.nóvember 2025
Pressan

Bretum verður meinuð þátttaka í ýmsum mikilvægum evrópskum rannsóknarverkefnum – Ísland fær áfram að vera með

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 17. apríl 2021 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

ESB hefur á stefnuskrá sinni að styrkja stöðu sína á alþjóðavettvangi hvað varðar rannsóknir á geimnum, þróun ofurtölva og gervigreindar. Nú stefnir í að háskólar og vísindamenn frá löndum eins og Bretlandi, Ísrael og Sviss verði útilokaðir frá þátttöku í rannsóknum og verkefnum sem ESB styrkir fjárhagslega. Ísland fær áfram að að vera aðili að þessum rannsóknum samkvæmt tillögu Framkvæmdastjórnar ESB.

Í tillögu Framkvæmdastjórnarinnar að Horizon 2021-27 rannsóknaráætluninni leggur Framkvæmdastjórnin til að lokað verði fyrir þátttöku margra núverandi samstarfsaðila. Þetta á til dæmis við um þróun ofurtölva en þær eru taldar verða mjög mikilvægar í framtíðinni og muni gegna lykilhlutverki í öryggis- og vopnamálum framtíðarinnar. Leggur Framkvæmdastjórnin til að til að hægt verði að ná markmiðum og vernda hagsmuni ESB fái aðeins Ísland, Noregur og Liechtenstein aðild að áætluninni auk ESB-ríkjanna.

Tillagan hefur vakið athygli í Bretlandi sem hefur fengið að vera með í Horizonáætlunni eftir Brexit en nú verður væntanlega breyting þar á.

Tillaga Framkvæmdastjórnarinnar kemur í kjölfar gagnrýni um að sambandið sé of bláeygt í samskiptum sínum við aðra leikendur á alþjóðasviðinu, til dæmis Kína og Rússland. Af þessum sökum vill Framkvæmdastjórnin styrkja „sjálfstæði“ sambandsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Allt fór á hliðina þegar X byrjaði að sýna staðsetningu notenda – Er bandarísk stjórnmálaumræða uppfull af erlendum nettröllum?

Allt fór á hliðina þegar X byrjaði að sýna staðsetningu notenda – Er bandarísk stjórnmálaumræða uppfull af erlendum nettröllum?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Uppþot á þingi í Ástralíu eftir að þingkona mætti í búrku – „Ef þið viljið ekki sjá mig í þessu – bannið búrkuna“

Uppþot á þingi í Ástralíu eftir að þingkona mætti í búrku – „Ef þið viljið ekki sjá mig í þessu – bannið búrkuna“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Táningsstúlka fór fram á þunga refsingu fyrir móður sína

Táningsstúlka fór fram á þunga refsingu fyrir móður sína
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakamál: Sjúklegt athæfi móður – Giftist börnum sínum – Hvernig var það hægt?

Sakamál: Sjúklegt athæfi móður – Giftist börnum sínum – Hvernig var það hægt?
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hataðasta par Bandaríkjanna: Skelltu sér í frí til Mexíkó yfir jólin en skildu ungar dætur sínar eftir einar heima

Hataðasta par Bandaríkjanna: Skelltu sér í frí til Mexíkó yfir jólin en skildu ungar dætur sínar eftir einar heima
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sagðist hafa orðið fyrir hrottalegri árás vegna stjórnmálaskoðana en ekki var allt sem sýndist – „Trump hóra“ 

Sagðist hafa orðið fyrir hrottalegri árás vegna stjórnmálaskoðana en ekki var allt sem sýndist – „Trump hóra“