fbpx
Sunnudagur 14.september 2025
Pressan

Hafa fundið leið til að endurvinna andlitsgrímur og hlífðarfatnað

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 13. apríl 2021 22:30

Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á hverjum degi er gríðarlegt magn andlitsgríma notað í heiminum og það sama á við um einnota hlífðarfatnað. Nú hefur breskt fyrirtæki hannað vél sem breytir notuðum andlitsgrímum og hlífðarfatnaði í endurnýtanlegar plastblokkir á aðeins einni klukkustund. Slíkum vélum hefur nú verið komið upp á fimm breskum sjúkrahúsum.

Sky News skýrir frá þessu. Fram kemur að með þessu sé hægt að endurnýta sloppa, andlitsgrímur og hengi. Í Bretlandi einu eru 53 milljónir andlitsgríma notaðar daglega. Nefnt er sem dæmi að á einu sjúkrahúsi séu notaðar allt að 10.000 andlitsgrímur daglega. Það er því mikill ávinningur af því að endurvinna hlífðarbúnaðinn.

Plastblokkirnar eru síðan notaðar til að búa til ýmsa hluti, þar á meðal stóla fyrir skóla landsins og verkfærakassa.  Það var fyrirtækið Thermal Compaction Group í Cardiff sem þróaði aðferðina og smíðaði vélarnar.

Fimm sjúkrahús hafa nú tekið þessar vélar í notkun og verið að er undirbúa uppsetningu slíkra véla á 11 sjúkrahúsum til viðbótar. Með þessu er hægt að draga úr umfangi sorps um 85%.

Notkun einnota hlífðarbúnaðar hefur aukist mikið í heimsfaraldrinum en í mars á síðasta ári hvatti Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO ríki heims og framleiðendur til að auka notkun slíks búnaðar um 40%.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Losnar ekki við óumbeðnar athugasemdir nágrannans – „Ég er ekki hörundsár, en ég hef fengið algjörlega nóg“

Losnar ekki við óumbeðnar athugasemdir nágrannans – „Ég er ekki hörundsár, en ég hef fengið algjörlega nóg“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Birta myndir af meintum morðingja Charlie Kirk og biðja almenning um aðstoð

Birta myndir af meintum morðingja Charlie Kirk og biðja almenning um aðstoð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vasahringing lykilsönnunargögn í óhugnanlegu morðmáli

Vasahringing lykilsönnunargögn í óhugnanlegu morðmáli
Pressan
Fyrir 4 dögum

Móðir stúlku sem dæmd var í lífstíðarfangelsi í Dubai grátbiður um hjálp – „Mjög heimskuleg mistök“

Móðir stúlku sem dæmd var í lífstíðarfangelsi í Dubai grátbiður um hjálp – „Mjög heimskuleg mistök“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Reiði eftir að blásið var til söfnunar fyrir morðingja

Reiði eftir að blásið var til söfnunar fyrir morðingja
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjölskylduharmleikur á sveitasetri – Brostannlæknirinn myrti eiginkonu og dóttur áður en hann tók eigið líf

Fjölskylduharmleikur á sveitasetri – Brostannlæknirinn myrti eiginkonu og dóttur áður en hann tók eigið líf