fbpx
Þriðjudagur 30.desember 2025
Pressan

Mikið öskufall á Saint Vincent – Aðstoð farin að berast til eyjunnar

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 12. apríl 2021 05:03

Mikið öskuský stígur upp. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á föstudaginn hófst eldgos í eldfjallinu La Soufriére á eyjunni Saint Vincent í Karíbahafi. Eldfjallið hafði ekki gosið síðan 1979. Mikið öskufall fylgir gosinu og má segja að eyjan líkist nú vetrarríki því þykkt lag af ösku þekur hana. Að auki er sterk brennisteinsfýla í loftinu.

Eldgosið er kraftmikið og sendir öskuský marga kílómetra upp í loftið. Hún fellur síðan til jarðar og hefur lagst yfir eyjuna en þar búa 110.000 manns. Á sjónvarpsmyndum má sjá að skyggni á norðurhluta eyjunnar hefur verið sáralítið vegna öskufallsins en það minnir einna helst á snjókomu. Á suðurhluta eyjunnar, þar sem höfuðborgin Kingstown er, hefur öskufallið frekar minnt á þunna þoku.

Askan liggur yfir öllu eins og snjór. Mynd:EPA

Aska hefur nú borist um 180 kílómetra í austur og er farin að falla á nágrannaeyjuna Barbados. Íbúar á áhrifasvæði gossins eru hvattir til að halda sig innandyra. Um 16.000 íbúar, sem búa nærri eldfjallinu, hafa verið fluttir frá heimilum sínum. Ekki hefur verið tilkynnt um slys á fólki eða manntjón.

Loftrýmið yfir Saint Vincent er lokað vegna ösku og búið er að loka fyrir vatnsveitur á eyjunni. Yfirvöld í Venesúela og Gvæjana hafa sent skip með mat og drykk til eyjunnar og yfirvöld á Barbados hafa einnig sent margvíslega aðstoð. Fjögur skemmtiferðaskip eru komin að eyjunni til að flytja fólk á brott. Vísindamenn telja að eldgosið geti staðið yfir vikum saman og ekki sé útilokað að það bæti enn frekar í kraft þess.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Zirkzee ætlar sér burt
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sögulegir hlutir gerðust um jól: Einn undarlegasti atburður fyrri heimsstyrjaldarinnar átti sér stað á jóladag 1914

Sögulegir hlutir gerðust um jól: Einn undarlegasti atburður fyrri heimsstyrjaldarinnar átti sér stað á jóladag 1914
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fundu leynda grafhvelfingu musterisriddara í Póllandi þar sem hið heilaga gral gæti leynst

Fundu leynda grafhvelfingu musterisriddara í Póllandi þar sem hið heilaga gral gæti leynst
Pressan
Fyrir 1 viku

Aðgerðahópur dulbúinn sem jólasveinn og álfar stálu matvörum að hætti Hróa hattar

Aðgerðahópur dulbúinn sem jólasveinn og álfar stálu matvörum að hætti Hróa hattar
Pressan
Fyrir 1 viku

Fyrrverandi barnastjarnan óþekkjanleg – Heimilislaus í hjartnæmu myndbandi

Fyrrverandi barnastjarnan óþekkjanleg – Heimilislaus í hjartnæmu myndbandi
Pressan
Fyrir 1 viku

Köttur sem týndist í fellibylnum Helene sameinaðist fjölskyldu sinni á undraverðan hátt eftir 443 dag – „Jólakraftaverk“

Köttur sem týndist í fellibylnum Helene sameinaðist fjölskyldu sinni á undraverðan hátt eftir 443 dag – „Jólakraftaverk“
Pressan
Fyrir 1 viku

Svona sá spákonan Baba Vanga fyrir sér árið 2026 – Stórtíðindi í nóvember?

Svona sá spákonan Baba Vanga fyrir sér árið 2026 – Stórtíðindi í nóvember?