fbpx
Föstudagur 26.september 2025
Pressan

Vilja að Kobe Bryant verði gerður að merki NBA – „Hann er meira en bara innblástur“

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 7. mars 2021 18:00

Kobe Bryant

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

NBA-stjarnan Kyrie Irving hefur lýst þeirri skoðun sinni að skuggamynd af Kobe Bryant eigi að prýða merki NBA-deildarinnar í körfubolta. Bryant lést fyrir um 13 mánuðum í þyrluslysi nærri Los Angeles. Ásamt honum létust dóttir hans, Gianna Bryant, og sjö til viðbótar. Hópurinn var á leið á körfuboltaleik þar sem Gianna átti að spila og faðir hennar stjórna liðinu frá hliðarlínunni.

Bryant var atvinnumaður í körfubolta frá 1996 til 2016 og vann fimm meistaratitla með Los Angeles Lakers. Hann er af mörgum talinn einn af bestu leikmönnum deildarinnar fyrr og síðar.

Lát hans og minningarathafnirnar um hann sýndu vel hversu mikla þýðingu hann hafði haft fyrir körfubolta um allan heim. Michael Jordan, sem er af mörgum talinn besti körfuboltamaður allra tíma, var greinilega djúpt snortinn þegar hann kom fram á minningarathöfn um Kobe og sagði: „Þegar Kobe Bryant dó, þá dó hluti af mér.“

Nýlega sagði Kyrie Irving að rétt væri að setja skuggamynd af Bryant á merki NBA og skipta þannig skuggamyndinni af Jerry West, fyrrum leikmanni Los Angeles Lakers, út. „Mér er sama hvað aðrir segja. Svartir kóngar byggðu þessa deild,“ skrifaði hann.

Hann er greinilega ekki einn um þessa skoðun því nú hefur á fjórðu milljón manna skrifað undir áskorun um þetta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Elon Musk gekk of langt – Ríkisstarfsmenn endurráðnir eftir 7 mánaða frí á fullum launum

Elon Musk gekk of langt – Ríkisstarfsmenn endurráðnir eftir 7 mánaða frí á fullum launum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Óhugnanlegt myndband sýnir þegar hótelgestir áttu fótum sínum fjör að launa

Óhugnanlegt myndband sýnir þegar hótelgestir áttu fótum sínum fjör að launa
Pressan
Fyrir 3 dögum

Samsæriskenning um skotmann Charlie Kirk – Er eitthvað gruggugt við samtalið við herbergisfélagann?

Samsæriskenning um skotmann Charlie Kirk – Er eitthvað gruggugt við samtalið við herbergisfélagann?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Spjallmenni taldi sig vera að ræða við barn og sagði því að myrða föður sinn og skera undan sér

Spjallmenni taldi sig vera að ræða við barn og sagði því að myrða föður sinn og skera undan sér
Pressan
Fyrir 5 dögum

Rotnandi lík fannst í bifreið þekkts söngvara – Netverjar benda á að málið er enn óhugnanlegra en það virtist í fyrstu

Rotnandi lík fannst í bifreið þekkts söngvara – Netverjar benda á að málið er enn óhugnanlegra en það virtist í fyrstu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Berserksgangur á bókasafninu – Skemmdarverk í skóla kosta 6 milljónir

Berserksgangur á bókasafninu – Skemmdarverk í skóla kosta 6 milljónir