fbpx
Mánudagur 01.desember 2025
Pressan

Sérfræðingur óttast að kórónuveirufaraldurinn í Brasilíu opni dyrnar fyrir enn hættulegri stökkbreytt afbrigði

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 5. mars 2021 06:59

Stökkbreytt kórónuveira. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Miguel Nicoleis, taugavísindamaður við Duke háskólann, hvetur alþjóðasamfélagið til að grípa til aðgerða gegn brasilísku ríkisstjórninni vegna lélegs árangurs hennar við að halda aftur af kórónuveirufaraldrinum. Hann telur að heimsbyggðinni geti stafað mikil ógn af ástandinu í Brasilíu.

The Guardian skýrir frá þessu. Met hafa verið slegin í þessari viku varðandi fjölda látinna í Brasilíu en þar hafa rúmlega 250.000 manns látist af völdum veirunnar eða um 10% dauðsfalla á heimsvísu. Það er bara í Bandaríkjunum sem fleiri hafa látist eða rúmlega 500.000.

„Heimsbyggðin verður að tala af festu um þá hættu sem stafar af Brasilíu í baráttunni við heimsfaraldurinn. Hver er tilgangurinn við að halda aftur af faraldrinum í Evrópu eða Bandaríkjunum ef Brasilía heldur áfram að vera gróðrarstía veirunnar?“ sagði hann í samtali við The Guardian.

Hann sagði einnig að vandinn væri ekki aðeins að Brasilía, þar sem hinn mjög svo hægri sinnaði forseti landsins, Jair Bolsonaro, hvað eftir annað hafnað aðgerðum til að berjast við faraldurinn en hann kallar hann „smávægilega flensu“, stæði sig verst allra ríkja í baráttunni við faraldurinn. „Það er ef þú leyfir veirunni að fjölga sér svona mikið eins og hún fjölgar sér núna í landinu, þá ertu að opna dyrnar fyrir nýjar stökkbreytingar og tilurð enn banvænni afbrigða.“

Nú þegar hefur P.1 afbrigðið vakið miklar áhyggjur en það kom fyrst fram á sjónarsviðið í Manaus sem er stærsta borgin í Amazon. Borgin fór illa út úr janúar þegar faraldurinn gaus þar upp af miklum krafti. „Brasilía er tilraunastofa, utanhúss, fyrir veiruna til að fjölga sér og hugsanlega þróa enn banvænni afbrigði. Þetta snýst um heiminn, þetta er hnattrænt,“ sagði Nicolelis.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Magnað góðverk mannsins sem vann einn stærsta lottóvinning í sögu Bretlands

Magnað góðverk mannsins sem vann einn stærsta lottóvinning í sögu Bretlands
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bróðurdóttir Trumps segir tvennt útskýra framkomu frænda hennar í garð fjölmiðlakvenna

Bróðurdóttir Trumps segir tvennt útskýra framkomu frænda hennar í garð fjölmiðlakvenna
Pressan
Fyrir 4 dögum

Stórfurðulegt mál vekur reiði í Frakklandi – Mannauðsstjóri ráðuneytis laumaði þvagræsandi lyfjum í kaffi kvenna sem komu í atvinnuviðtal

Stórfurðulegt mál vekur reiði í Frakklandi – Mannauðsstjóri ráðuneytis laumaði þvagræsandi lyfjum í kaffi kvenna sem komu í atvinnuviðtal
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hann hélt áfram að brjóta á stelpum eftir að mál hennar var fellt niður

Hann hélt áfram að brjóta á stelpum eftir að mál hennar var fellt niður
Pressan
Fyrir 5 dögum

Þrír bræður fóru í veiðiferð en aðeins einn kom heim – Skelfileg sjón blasti við lögreglu

Þrír bræður fóru í veiðiferð en aðeins einn kom heim – Skelfileg sjón blasti við lögreglu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Reiði á Ítalíu eftir óhugnanlegt nauðgunarmál – Ráðherra vill láta gelda mennina

Reiði á Ítalíu eftir óhugnanlegt nauðgunarmál – Ráðherra vill láta gelda mennina
Pressan
Fyrir 6 dögum

Vara eindregið við fjölkærum samböndum

Vara eindregið við fjölkærum samböndum
Pressan
Fyrir 6 dögum

Gift kona sökuð um kynferðislega áreitni í gufubaði á Mallorca

Gift kona sökuð um kynferðislega áreitni í gufubaði á Mallorca