fbpx
Föstudagur 31.október 2025
Pressan

Eurovisionhneyksli ársins – „Móðgun við eyru okkar og sál“

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 4. mars 2021 06:55

Elena Tsagrinou flytur lag Kýpur. Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Framlag Kýpur í Eurovision þetta árið hefur vakið reiði meðal margra trúarhópa sem krefjast þess að lagið verði ekki sent í keppnina. Lagið heitir „El Diablo“ (Djöfullinn) og það er hin gríska Elena Tsagrinou sem syngur það. Í textanum segir að hún „hafi gefið djöflinum hjarta sitt“ og það fer mjög fyrir brjóstið á mörgum trúarhópum.

Nú stendur yfir undirskriftasöfnun á vefsíðunni avaaz.org þar sem þess er krafist að lagið verði dregið úr keppni og hafa mörg þúsund manns skrifað undir. Á vefsíðunni segir að lagið sé „hneykslanlegt fyrir kristið fólk“. Það eru samtök grískra guðfræðinga sem standa á bak við þessa kröfu. Kýpverski miðillinn Knews hefur eftir George Kyriacou, forseta samtakanna, að guðfræðingarnir vilja gjarnan að Kýpur sigri í keppninni „en ekki í nafni djöfulsins“. Hann segir að lagið sé „móðgun við eyru okkar og sál“ og endurspegli ekki menningu landsins.

Sky News segir að guðfræðingarnir séu ekki einu andstæðingar lagsins því hópur trúaðra framhaldsskólakennara hefur að sögn einnig krafist þess að það verði dregið úr keppni því í textanum sé ævilangur trúnaður og ást á djöflinum lofsömuð.

Kýpverska ríkisútvarpinu hefur verið hótað íkveikjum vegna lagsins og einn var handtekinn nýlega þegar hann fór inn á lóð ríkisútvarpsins til að mótmæla laginu. Hann er ákærður fyrir að hafa í hótunum við starfsfólk.

En ríkisútvarpið hefur ekki í hyggju að láta undan hótununum og talsmaður þess agði að textinn fjalli einfaldlega um „hina eilífu baráttu góðs og ills“ og unga konu sem er föst í mannskemmandi sambandi við mann „el diablo“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Kínverskir ríkisborgarar handteknir – Reyndu að kaupa úraníum í Evrópu

Kínverskir ríkisborgarar handteknir – Reyndu að kaupa úraníum í Evrópu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Segir hjartaknúsarann hafa verið vandræðalegan vegna meðgöngu sinnar

Segir hjartaknúsarann hafa verið vandræðalegan vegna meðgöngu sinnar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ákvað að flytja úr landi og lét ChatGPT velja áfangastaðinn – „Það er eiginlega ótrúlegt að ég búi hér”

Ákvað að flytja úr landi og lét ChatGPT velja áfangastaðinn – „Það er eiginlega ótrúlegt að ég búi hér”
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakamál: Þriggja barna móðir lifði tvöföldu lífi

Sakamál: Þriggja barna móðir lifði tvöföldu lífi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Forstjóri McDonald‘s opnar sig um það hversu oft hann borðar þar

Forstjóri McDonald‘s opnar sig um það hversu oft hann borðar þar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Segir þetta valda frjósemisvanda Pólverja og að ekki sé hægt að leysa hann með peningum

Segir þetta valda frjósemisvanda Pólverja og að ekki sé hægt að leysa hann með peningum