fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Pressan

Þjóðverjar eru við það að missa tökin á heimsfaraldrinum – Næsta afbrigði gæti orðið ónæmt fyrir bóluefnum

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 29. mars 2021 05:18

Fjórða bylgjan geisar nú. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þjóðverjum verður að takast að fækka daglegum smitum af völdum kórónuveirunnar á næstu vikum, að öðrum kosti er hætta á að faraldurinn verði algjörlega stjórnlaus.

Þetta sagði Helge Braun, starfsmannastjóri Angelu Merkel, kanslara, í samtali við Bild am Sonntag. „Við erum á hættulegasta stigi faraldursins. Næstu vikur munu skera úr um hvort við náum stjórn á honum,“ sagði hann.

Hann sagði að ef nýjum smitum heldur áfram að fjölga mikið sé vaxandi hætta á að næsta stökkbreytta afbrigði veirunnar verði ónæmt fyrir bóluefnum. „Þá þurfum við ný bóluefni til að geta byrja að bólusetja á nýjan leik,“ sagði hann.

Hann sagðist reikna með að draga muni úr smitum í maí þegar hlýnar í veðri og búið verður að bólusetja fleiri.

Ummæli hans féllu á svipuðum tíma og Jens Spahn, heilbrigðisráðherra, sagði að þörf sé á stöðva nær alla samfélagsstarfsemi í allt að 14 daga til að draga úr útbreiðslu veirunnar. Hann sagði að þörf sé fyrir aðgerðir eins og gripið var til á síðasta ári þegar Þjóðverjar voru hvattir til að halda sig heima og forðast að hitta fólk.

Á laugardaginn sögðu læknar á gjörgæsludeildum að eina leiðin til að koma í veg fyrir að sjúkrahúsin yfirfyllist sé að grípa til harðra sóttvarnaaðgerða og stöðva nær alla samfélagsstarfsemi í tvær vikur til viðbótar við bólusetningar og sýnatöku í miklum mæli.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Dæmd í fangelsi – Sendi stjörnunni 8.000 bréf á einum mánuði

Dæmd í fangelsi – Sendi stjörnunni 8.000 bréf á einum mánuði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig