fbpx
Föstudagur 21.nóvember 2025
Pressan

Langt að kominn gestur var líklega eins og smákaka í laginu

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 27. mars 2021 13:30

Var hann eins og smákaka í laginu? Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það vakti mikla athygli 2017 þegar skýrt var frá því að vísindamenn hefðu uppgötvað framandi hlut í sólkerfinu okkar, gest frá öðru sólkerfi. Hluturinn hlaut nafnið Oumuamua og var talinn vera vindlingslaga loftsteinn eða eitthvað álíka. Nú hafa vísindamenn komist að þeirri niðurstöðu í nýrri rannsókn að svo sé ekki.

Þeir segja að Oumuamua hafi frekar verið eins og smákaka í laginu og úr frosnu köfnunarefni og ekki loftsteinn eða halastjarna. Niðurstaða vísindamannanna er að Oumuamua sé frekar leifar af veröld sem líktist Plútó eða Triton, stærsta tungli Neptúnusar, enda úr frosnu köfnunarefni.

Oumuamua eins og talið var að hann liti út í upphafi.Mynd:European Southern Observatory/M. Kornmesser

 

 

 

 

 

 

 

Höfundar rannsóknarinnar, þeir Alan Jackson og Steven Desch, telja að loftsteinn eða eitthvað álíka hafi lent í árekstri við plánetu, þakta frosnu köfnunarefni, fyrir um 500 milljónum ára og hafi sent hlut, Oumuamua, af stað út úr sólkerfinu og áleiðis til sólkerfisins okkar. Oumuamua sé nú öllu minni en í upphafi því geimgeislun og síðan sólin okkar hafi eytt ystu lögum hans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Rússar lokka úkraínsk ungmenni til að fremja voðaverk í eigin landi

Rússar lokka úkraínsk ungmenni til að fremja voðaverk í eigin landi
Pressan
Í gær

Verður fyrir viðskiptalegum skakkaföllum vegna hneyklismáls fyrrverandi

Verður fyrir viðskiptalegum skakkaföllum vegna hneyklismáls fyrrverandi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Segir sjúkdóm stjörnueiginmannsins hafa haft óvænt áhrif á börn þeirra

Segir sjúkdóm stjörnueiginmannsins hafa haft óvænt áhrif á börn þeirra
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ferðaðist til Bandaríkjanna í leit að ofbeldisfullum dauðdaga – Fannst í grunnri gröf í Flórída

Ferðaðist til Bandaríkjanna í leit að ofbeldisfullum dauðdaga – Fannst í grunnri gröf í Flórída
Pressan
Fyrir 3 dögum

Alræmdur fjöldamorðingi gripinn sökum örlims síns – „Það er ekkert þarna!“

Alræmdur fjöldamorðingi gripinn sökum örlims síns – „Það er ekkert þarna!“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Röng beygja hrinti af stað einni stærstu leitar- og björgunaraðgerð sögunnar

Röng beygja hrinti af stað einni stærstu leitar- og björgunaraðgerð sögunnar
Pressan
Fyrir 5 dögum

Trump segir að Bill Clinton hafi verið fastagestur á eyju Epsteins – Nýlega afhjúpuð gögn segja annað

Trump segir að Bill Clinton hafi verið fastagestur á eyju Epsteins – Nýlega afhjúpuð gögn segja annað
Pressan
Fyrir 6 dögum

Auðug móðir hvarf ásamt tveimur unglingsstúlkum í Yosemite þjóðgarðinum — Raðmorðinginn sendi teiknað kort til lögreglunnar

Auðug móðir hvarf ásamt tveimur unglingsstúlkum í Yosemite þjóðgarðinum — Raðmorðinginn sendi teiknað kort til lögreglunnar