fbpx
Miðvikudagur 21.maí 2025
Pressan

Henni voru boðnar háar fjárhæðir fyrir að taka þátt í kynlífssamsæri

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 23. mars 2021 05:10

Natalija Scekic. Mynd:Instagram/Natalija Scekic

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Serbneska fyrirsætan Natalija Scekic segir að henni hafi verið boðnar háar fjárhæðir fyrir að taka þátt í kynlífssamsæri. Það snerist um að hún átti að fá serbnesku tennisstjörnuna Novak Djokovic með sér í bólið og taka allt upp á myndband. Mennirnir á bak við þetta ætluðu síðan að nota upptökuna til að kúga fé út úr Djokovic sem er besti tennisleikari heims.

Scekic skýrir frá þessu í viðtali við tímaritið Svet&Scandal. „Það er rétt að maður hafði samband við mig. Ég þekkti hann og taldi hann í lagi. Ég þekki til vinnu þeirra og þeir eru duglegir. Þegar hann bað mig um að hitta sig hélt ég að fundurinn snerist um vinnu. En eftir því sem leið á samtalið áttaði ég mig á að þetta tengdist vinnu minni ekki neitt.“

Sagði Scekic og bætti við: „Ég hélt að þetta væri falin myndavél þegar hann sagði að ég ætti að draga Novak á tálar og taka allt upp en ég átti ekki að hafa áhyggjur af upptökunni, hann ætlaði að sjá um hana. Hann sagði  að ég fengi um 60.000 evrur fyrir þetta og ferð að eigin vali.“

Hún segir að henni hafi fundist þetta svo undarlegt að í fyrstu trúði hún ekki að maðurinn væri að tala í alvöru. „Ég hló og beið eftir að hann segði að þetta væri grín en hann var mjög alvarlegur. Ég móðgaðist mjög og fannst ég niðurlægð. Ég íhugaði að slá hann eða skvetta vatni á hann en hélt aftur af mér því við vorum á opinberum stað.“

Hún segist því næst hafa staðið upp og farið og vonist til að manninum takist ekki að finna konu sem vill taka þátt í þessu.

Novak Djokovic hefur verið kvæntur Jelena í sjö ár og saman eiga þau tvö börn.

https://www.instagram.com/p/CLrQe7GjcWY/?utm_source=ig_embed

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Trump sagður vilja flytja eina milljón Palestínumanna til Líbíu

Trump sagður vilja flytja eina milljón Palestínumanna til Líbíu
Pressan
Í gær

Rýma þurfti grunnskóla þegar nemandi kom með handsprengju til að sýna samnemendum sínum

Rýma þurfti grunnskóla þegar nemandi kom með handsprengju til að sýna samnemendum sínum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vildi fá gluggasætið í 11 klukkustunda flugferð – Svar konunnar er frábært

Vildi fá gluggasætið í 11 klukkustunda flugferð – Svar konunnar er frábært
Pressan
Fyrir 2 dögum

Skilja ekki af hverju fuglar í einni borg eru að drepast í hrönnum

Skilja ekki af hverju fuglar í einni borg eru að drepast í hrönnum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vísindamenn vara við – Getur valdið ótímabærum dauða

Vísindamenn vara við – Getur valdið ótímabærum dauða
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fannst myrt í bíl sínum árið 1977: Nú er lögregla loks búin að finna morðingjann

Fannst myrt í bíl sínum árið 1977: Nú er lögregla loks búin að finna morðingjann
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kona kveikti í vini sínum út af karlrembubrandara – Sagði henni að halda sig í eldhúsinu og var í kjölfarið haldið sofandi í 8 daga á gjörgæslu

Kona kveikti í vini sínum út af karlrembubrandara – Sagði henni að halda sig í eldhúsinu og var í kjölfarið haldið sofandi í 8 daga á gjörgæslu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Guðfaðir gervigreindar segir að svona miklar líkur séu á að gervigreind nái völdum á jörðinni

Guðfaðir gervigreindar segir að svona miklar líkur séu á að gervigreind nái völdum á jörðinni