fbpx
Laugardagur 18.október 2025
Pressan

Söguleg uppgötvun undir Grænlandsjökli

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 21. mars 2021 18:00

Þetta fannst í ískjörnunum. Mynd:University of Vermont

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í fyrsta sinn í sögunni hafa vísindamenn fundið plöntusteingervinga undir Grænlandsjökli. Þetta er að þeirra mati ávísun á bjarta framtíð jökulsins.

Í fréttatilkynningu frá Kaupmannahafnarháskóla segir að þessi uppgötvun geti sagt okkur eitt og annað um loftslagið á Grænlandi áður fyrr og veitt vísbendingu um hvernig framtíð jökulsins lítur út.

Jótlandspósturinn hefur eftir Dorthe DahlJensen, sem kom að málinu ásamt vísindamönnum frá Belgíu og Bandaríkjunum, að það sé mjög merkilegt að hafa fundið þessa steingervinga í borkjörnum úr jöklinum. Þetta sé í fyrsta sinn sem heilir plöntusteingervingar, undan jöklinum, finnist.

Ískjarnarnir eru fengnir með því að bora, með bor sem er um 10 sm í þvermál, niður í ís. Þeim mun dýpra sem er borað, þeim mun eldri ís fæst. Þessa ískjarna er  hægt að nota til að auka þekkingu okkar á Grænlandsjökli og þeirri þróun sem hefur átt sér stað.

„Þegar við skoðum ískjarnana sjáum við steingerð lauf og greinar og það sýnir að gróður hefur vaxið á Grænlandi áður en ísinn lagðist yfir. Þetta veitir okkur möguleika á að kortleggja hversu hlýtt var áður en ísinn lagðist yfir og ekki síður að öðlast skilning á hvað gat vaxið þar,“ sagði DahlJensen.

Umræddir ískjarnar voru fengnir með borunum 1994 en hafa verið í geymslu hjá Kaupmannahafnarháskóla síðan. Beðið var eftir því að tæknin yrði orðin nógu góð til að hægt væri að rannsaka þá. Að auki gleymdust þeir eiginlega en komu í ljós 2017 þegar verið var að flytja.

Með því að mæla vatnsísótópa er hægt að slá því föstu að jökullinn hefur þakið Grænland í eina milljón ára að sögn DahlJensen.

Steingervingarnir geta einnig varpað ljósi á hvernig framtíð jökulsins verður. „Við getum sagt að það þarf mjög hlýtt loftslag til að ísinn bráðni. Það er örlítið róandi, að því leytinu, að hann hverfur ekki á næstu 100 árum og raunar ekki á næstu 100.000 árum,“ sagði DahlJensen.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Mæðgur dóu eftir að hafa borðað afmælistertu – Lögregla vill handtaka manninn sem afhenti tertuna

Mæðgur dóu eftir að hafa borðað afmælistertu – Lögregla vill handtaka manninn sem afhenti tertuna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tekinn af lífi eftir 20 ár á dauðadeild – Hélt fram sakleysi sínu allt til síðasta dags

Tekinn af lífi eftir 20 ár á dauðadeild – Hélt fram sakleysi sínu allt til síðasta dags
Pressan
Fyrir 5 dögum

Trump lét bólusetja sig aftur gegn COVID

Trump lét bólusetja sig aftur gegn COVID
Pressan
Fyrir 5 dögum

Harmleikur þegar 500 þúsund býflugur drápust á einu bretti

Harmleikur þegar 500 þúsund býflugur drápust á einu bretti