fbpx
Mánudagur 04.ágúst 2025
Pressan

Smyglarar fylgjast vel með fólki sem fer frá Mexíkó til Bandaríkjanna – Látið bera armbönd

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 20. mars 2021 23:00

Tijuana í Mexíkó er hægra megin við girðinguna og San Diego vinstra megin. Mynd: Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Að sögn bandarískra embættismanna þá færist sífellt í vöxt að mexíkóskir eiturlyfjahringir og þeir sem smygla fólki frá Mexíkó til Bandaríkjanna fylgist með ferðum fólks með því að láta það bera armbönd þar sem ýmsar upplýsingar koma fram.

The Guardian skýrir frá þessu. Fram kemur að landamæraverðir verði í síauknum mæli varir við þetta. Á þessum armböndum eru ýmsar upplýsingar sem gagnast glæpagengjunum. Til dæmis um hvort og hvað viðkomandi greiddi fyrir aðstoð við að komast yfir landamærin eða tengsl hans við glæpagengin.

Mikill straumur ólöglegra innflytjenda hefur verið yfir landamæri ríkjanna að undanförnu en í febrúar handtóku bandarískir landamæraverðir tæplega 100.000 manns eða ráku fólkið strax til baka til Mexíkó. Þetta er mesti fjöldinn á einum mánuði síðan um mitt ár 2019.

Armböndin eru mismunandi á litinn og eru til marks um vel þróað kerfi glæpagengjanna sem sinna þessu eins og hverjum öðru fyrirtækjarekstri. Með þessu er hægt að fylgjast vel með hverjir hafa greitt það sem þeir eiga að greiða fyrir að komast yfir landamærin og að fólk hafi greitt fyrir aðgang að yfirráðasvæði ákveðinna glæpagengja.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Ghislaine Maxwell flutt í lágöryggisfangelsi með ýmsum fríðindum – „Þegar þú ferð á stað eins og Bryan, líður þér eins og þú sért í Disneylandi“

Ghislaine Maxwell flutt í lágöryggisfangelsi með ýmsum fríðindum – „Þegar þú ferð á stað eins og Bryan, líður þér eins og þú sért í Disneylandi“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gýs minna upp úr bjórdósinni ef slegið er á lok hennar áður en hún er opnuð?

Gýs minna upp úr bjórdósinni ef slegið er á lok hennar áður en hún er opnuð?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segja að auðæfi skorti ekki í Afríku en það sé hins vegar eitt stórt vandamál

Segja að auðæfi skorti ekki í Afríku en það sé hins vegar eitt stórt vandamál
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bandaríkin íhuga að vara við ferðum til Kína vegna útbreiðslu banvænnar veiru

Bandaríkin íhuga að vara við ferðum til Kína vegna útbreiðslu banvænnar veiru
Pressan
Fyrir 4 dögum

Norður-Kórea útilokar afkjarnavopnun og skorar á Bandaríkin að sætta sig við orðinn hlut

Norður-Kórea útilokar afkjarnavopnun og skorar á Bandaríkin að sætta sig við orðinn hlut
Pressan
Fyrir 4 dögum

16 sprengjur, 83 skotvopn, 11.000 skot og 130 skothylkjageymar og fernt handtekið

16 sprengjur, 83 skotvopn, 11.000 skot og 130 skothylkjageymar og fernt handtekið
Pressan
Fyrir 5 dögum

Skothelt þynnkuráð fyrir helgina

Skothelt þynnkuráð fyrir helgina
Pressan
Fyrir 5 dögum

Gagnrýnir nýtt trend á Internetinu – Getur haft alvarleg áhrif á andlega heilsu fólks

Gagnrýnir nýtt trend á Internetinu – Getur haft alvarleg áhrif á andlega heilsu fólks