fbpx
Mánudagur 24.nóvember 2025
Pressan

Óttast að fjórða bylgja heimsfaraldursins muni skella á Bandaríkjunum

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 2. mars 2021 06:50

Stökkbreytt kórónuveira. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríska smitsjúkdómastofnunin, CDC, óttast að fjórða bylgja kórónuveirufaraldursins geti skollið á Bandaríkjunum. Ástæðan fyrir þessum áhyggjum er útbreiðsla nýrra afbrigða veirunnar.

BBC skýrir frá þessu og hefur eftir Rochelle Walensky, forstjóra CDC. Hún sagðist hafa áhyggjur af nýjustu tölum um smit í landinu en í síðustu viku voru staðfest smit um 70.000 á sólarhring. Tæplega 2.000 létust að meðaltali á hverjum sólarhring af völdum COVID-19. „Með þessum fjölda nýrra smita, sem geta dreift sér, getum við hratt glatað þeim árangri sem við höfum náð. Þessi afbrigði eru raunveruleg ógn við fólk og árangur okkar,“ sagði hún.

Mörg afbrigði veirunnar eru á sveimi en sérfræðingar hafa sérstaklega miklar áhyggjur af nokkrum. Það eru afbrigði sem fyrst uppgötvuðust í Bretland, Suður-Afríku og Brasilíu. Öll eru þau talin vera meira smitandi en önnur afbrigði.

Rochelle Walensky. Mynd:Getty

CDC hefur spáð því að B117 afbrigðið, sem fannst fyrst í Bretlandi, verði ráðandi í Bandaríkjunum nú í febrúar. Af þessum sökum hefur Walensky áhyggjur af að sum ríki eru farin að draga úr sóttvarnaaðgerðum. „Við erum með getuna til að stöðva hugsanlega fjórðu bylgju faraldursins í landinu. Við verðum að trúa á það,“ sagði hún að sögn BBC.

Frá upphafi faraldursins hafa rúmlega 28 milljónir Bandaríkjamanna greinst með veiruna og rúmlega hálf milljón hefur látist.

Bólusetningar gegn veirunni hófust í desember og nú hafa rúmlega 50 milljónir Bandaríkjamanna fengið fyrri skammt bóluefnis og af þeim hefur helmingurinn fengið síðari skammtinn og hefur því lokið bólusetningu.

76 milljónum skammta hefur verið dreift um landið svo enn er mikið magn ónotaðra skammta víða um landið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hataðasta par Bandaríkjanna: Skelltu sér í frí til Mexíkó yfir jólin en skildu ungar dætur sínar eftir einar heima

Hataðasta par Bandaríkjanna: Skelltu sér í frí til Mexíkó yfir jólin en skildu ungar dætur sínar eftir einar heima
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sagðist hafa orðið fyrir hrottalegri árás vegna stjórnmálaskoðana en ekki var allt sem sýndist – „Trump hóra“ 

Sagðist hafa orðið fyrir hrottalegri árás vegna stjórnmálaskoðana en ekki var allt sem sýndist – „Trump hóra“ 
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kýs að deyja á eigin forsendum 25 ára – Hefur barist við sjaldgæfan sjúkdóm alla ævi

Kýs að deyja á eigin forsendum 25 ára – Hefur barist við sjaldgæfan sjúkdóm alla ævi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Viðurstyggð: Par sakfellt fyrir að afhöfða tvö af börnum sínum

Viðurstyggð: Par sakfellt fyrir að afhöfða tvö af börnum sínum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Rússar lokka úkraínsk ungmenni til að fremja voðaverk í eigin landi

Rússar lokka úkraínsk ungmenni til að fremja voðaverk í eigin landi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Verður fyrir viðskiptalegum skakkaföllum vegna hneyklismáls fyrrverandi

Verður fyrir viðskiptalegum skakkaföllum vegna hneyklismáls fyrrverandi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Segir sjúkdóm stjörnueiginmannsins hafa haft óvænt áhrif á börn þeirra

Segir sjúkdóm stjörnueiginmannsins hafa haft óvænt áhrif á börn þeirra
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ferðaðist til Bandaríkjanna í leit að ofbeldisfullum dauðdaga – Fannst í grunnri gröf í Flórída

Ferðaðist til Bandaríkjanna í leit að ofbeldisfullum dauðdaga – Fannst í grunnri gröf í Flórída