fbpx
Fimmtudagur 10.júlí 2025
Pressan

Er þetta lélegasti ökumaður heims? Hefur fallið 192 sinnum á bílprófinu

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 19. mars 2021 18:00

Ökukennsla á tímum heimsfaraldurs. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fimmtugur Pólverji hefur slegið öll met í Póllandi og jafnvel á heimsvísu en hann hefur fallið 192 sinnum á bílprófinu. Sumir þurfa meira en eina tilraun til að ná bílprófinu en myndu væntanlega láta sér segjast eftir nokkra tugi skipta (eða jafnvel færri skipti) og hætta að reyna að komast í gegn. En þessi þrjóski Pólverji er ekki á þeim buxunum að sögn unilad.com.

Fram kemur að maðurinn, sem er frá Piotrków Trybunalski, hafi reynt að standast bílprófið í 17 ár. Það má ljóst vera að aksturshæfileikar hans eru ekki miklir en það verður á móti að hrósa honum fyrir þrjóskuna.

Hann hefur eytt miklum tíma í þetta allt saman og peningum því það er ekki ókeypis að fara í ökutíma og bílpróf.

Að meðaltali standast Pólverjar bílprófið þegar þeir taka það í annað eða þriðja sinn en þessi slær öll met. Sá sem kemst næstur honum hefur fallið 40 sinnum.

En það er ekki bara í Póllandi að fólk á erfitt með að standast bílpróf. Breta einum tókst að komast í gegnum prófið eftir 157 tilraunir og eflaust eru til fleiri álíka dæmi víðar að úr heiminum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Líf eftir dauðann – Þegar þú deyrð veistu að þú ert dáinn

Líf eftir dauðann – Þegar þú deyrð veistu að þú ert dáinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Með þessu algenga kryddi getur þú haldið mýflugum fjarri alla nóttina

Með þessu algenga kryddi getur þú haldið mýflugum fjarri alla nóttina
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hélt að þetta væri ókeypis – Fékk reikning upp á tæpar tvær milljónir

Hélt að þetta væri ókeypis – Fékk reikning upp á tæpar tvær milljónir
Pressan
Fyrir 5 dögum

Svona heldur þú köngulóm frá heimilinu að sögn sérfræðings

Svona heldur þú köngulóm frá heimilinu að sögn sérfræðings
Pressan
Fyrir 6 dögum

Japanir sárir út í Trump eftir að hann líkti árásunum á Íran við kjarnorkuárásina á Hirsoshima

Japanir sárir út í Trump eftir að hann líkti árásunum á Íran við kjarnorkuárásina á Hirsoshima
Pressan
Fyrir 6 dögum

Ævilangt fangelsi fyrir að myrða skólapilt með sveðju

Ævilangt fangelsi fyrir að myrða skólapilt með sveðju
Pressan
Fyrir 1 viku

Microsoft segir að gervigreind sé betri en læknar við að greina flókinn heilsufarsvanda

Microsoft segir að gervigreind sé betri en læknar við að greina flókinn heilsufarsvanda
Pressan
Fyrir 1 viku

„Ég ætla ekki að deyja hér“: Missti útlimi í skelfilegu slysi í túbunni í London – Sögð hafa valdið slysinu með eigin gáleysi

„Ég ætla ekki að deyja hér“: Missti útlimi í skelfilegu slysi í túbunni í London – Sögð hafa valdið slysinu með eigin gáleysi