fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Pressan

Er þetta lélegasti ökumaður heims? Hefur fallið 192 sinnum á bílprófinu

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 19. mars 2021 18:00

Ökukennsla á tímum heimsfaraldurs. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fimmtugur Pólverji hefur slegið öll met í Póllandi og jafnvel á heimsvísu en hann hefur fallið 192 sinnum á bílprófinu. Sumir þurfa meira en eina tilraun til að ná bílprófinu en myndu væntanlega láta sér segjast eftir nokkra tugi skipta (eða jafnvel færri skipti) og hætta að reyna að komast í gegn. En þessi þrjóski Pólverji er ekki á þeim buxunum að sögn unilad.com.

Fram kemur að maðurinn, sem er frá Piotrków Trybunalski, hafi reynt að standast bílprófið í 17 ár. Það má ljóst vera að aksturshæfileikar hans eru ekki miklir en það verður á móti að hrósa honum fyrir þrjóskuna.

Hann hefur eytt miklum tíma í þetta allt saman og peningum því það er ekki ókeypis að fara í ökutíma og bílpróf.

Að meðaltali standast Pólverjar bílprófið þegar þeir taka það í annað eða þriðja sinn en þessi slær öll met. Sá sem kemst næstur honum hefur fallið 40 sinnum.

En það er ekki bara í Póllandi að fólk á erfitt með að standast bílpróf. Breta einum tókst að komast í gegnum prófið eftir 157 tilraunir og eflaust eru til fleiri álíka dæmi víðar að úr heiminum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Faðir skaut son sinn vegna heimsóknarleysis

Faðir skaut son sinn vegna heimsóknarleysis
Pressan
Fyrir 3 dögum

Langseturnar gætu verið að drepa þig

Langseturnar gætu verið að drepa þig
Pressan
Fyrir 5 dögum

Eiginkonan varð veik eftir heimsendan mat – Brá mikið þegar hann sá Ring-upptökuna

Eiginkonan varð veik eftir heimsendan mat – Brá mikið þegar hann sá Ring-upptökuna
Pressan
Fyrir 6 dögum

Móðir og amma handteknar eftir að tveggja ára stúlka rannst ráfandi í skógi

Móðir og amma handteknar eftir að tveggja ára stúlka rannst ráfandi í skógi
Pressan
Fyrir 1 viku

Afhjúpa ógnvekjandi áróðursherferð sem bendlaði Taylor Swift við nasisma

Afhjúpa ógnvekjandi áróðursherferð sem bendlaði Taylor Swift við nasisma
Pressan
Fyrir 1 viku

Ótrúlegt myndband sýnir þegar flugvél lenti á bíl á hraðbraut

Ótrúlegt myndband sýnir þegar flugvél lenti á bíl á hraðbraut
Pressan
Fyrir 1 viku

Hélt hún væri að fara að hitta draumaprinsinn en í staðinn beið hennar kunnuglegt andlit og grunn gröf

Hélt hún væri að fara að hitta draumaprinsinn en í staðinn beið hennar kunnuglegt andlit og grunn gröf
Pressan
Fyrir 1 viku

19 ára drengur grunaður um að hafa reynt að ræna þremur börnum

19 ára drengur grunaður um að hafa reynt að ræna þremur börnum