fbpx
Sunnudagur 11.janúar 2026
Pressan

105 ára kona sigraðist á Covid-19 – Hún segir þetta hafa verið lykilinn

Bjarki Sigurðsson
Fimmtudaginn 25. febrúar 2021 13:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lucia DeClerck, 105 ára kona í New Jersey-fylki í Bandaríkjunum, greindist með Covid-19, aðeins degi eftir að hafa fengið seinni bólusetningu sína gegn veirunni. Hún fékk þó afar væg einkenni en eftir tvær vikur var hún búin að sigrast á veirunni og aftur byrjuð að prjóna. The Guardian greinir frá.

Hún segir lykilinn að þessum sigri á veirunni og hestaheilsu hennar vera það sem hún borðar á hverjum morgni. Hún borðar nefnilega níu rúsínur sem hún hefur lagt í bleyti í gini á hverjum einasta morgni og hún segir það vera hvað hjálpaði henni í gegnum veikindin.

Hún fyllir krukku af rúsínum, hellir gini út í og lætur standa í níu daga áður en hún byrjar að borða þær. Hún hefur vakið mikla athygli innan fylkisins eftir að hafa losað sig við veiruna og hefur meðal annars fundað með ríkisstjóra New Jersey en hann sagði spjall þeirra hafi verið mjög uppbyggjandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Grænlendingur segir að landið sé á barmi borgarastyrjaldar

Grænlendingur segir að landið sé á barmi borgarastyrjaldar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ástkærum reðri rænt af vinsælum veitingastað – Eigandinn óskar eftir aðstoð

Ástkærum reðri rænt af vinsælum veitingastað – Eigandinn óskar eftir aðstoð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þetta er konan sem var skotin til bana í Minneapolis í gær – 37 ára þriggja barna móðir

Þetta er konan sem var skotin til bana í Minneapolis í gær – 37 ára þriggja barna móðir
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vendingar í máli manns sem var rekinn vegna færslu um Charlie Kirk

Vendingar í máli manns sem var rekinn vegna færslu um Charlie Kirk
Pressan
Fyrir 3 dögum

Stjörnuverjandi segir sig frá Reiner-morðunum – Seinustu skilaboð Michele Reiner voru send til dæmds morðingja

Stjörnuverjandi segir sig frá Reiner-morðunum – Seinustu skilaboð Michele Reiner voru send til dæmds morðingja
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tónlistarkennari ákærður fyrir barnaníð – Sakborningurinn er 33 ára gömul gift móðir

Tónlistarkennari ákærður fyrir barnaníð – Sakborningurinn er 33 ára gömul gift móðir
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakar mótleikkonu um að hafa leitt sig í gildru – Neitaði staðgengli í kynlífssenum

Sakar mótleikkonu um að hafa leitt sig í gildru – Neitaði staðgengli í kynlífssenum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Læknanemi sakaður um að hrinda gömlum manni fyrir járnbrautarlest

Læknanemi sakaður um að hrinda gömlum manni fyrir járnbrautarlest