fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
Pressan

„Við berjumst við tvo faraldra. Veiruna og rangar upplýsingar.“

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 19. febrúar 2021 07:48

Kórónuveira. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bretum gengur ágætlega að bólusetja landsmenn og nú hafa um 16 milljónir fengið bóluefni. En heilbrigðisyfirvöld segja sigurinn ekki í höfn og sendu í vikunni frá sér aðvörun um að allt of margir láti blekkjast af röngum upplýsingum, sem eru settar fram á netinu, um faraldurinn og bóluefnin.

„Við berjumst við tvo faraldra. Veiruna og rangar upplýsingar. Við verðum að berjast við báða af sömu ákveðni,“ sagði Simon Stevens, yfirmaður breska heilbrigðiskerfisins NHS, á fréttamannafundi í vikunni.

Það hefur valdið áhyggjum að margt fólk af afrískum og asískum uppruna sem trúir á rangfærslurnar sem eru settar fram um bólusetningar á samfélagsmiðlum á borð við WhatsApp og á mörgum heimasíðum. Faraldurinn hefur lagst þungt á fátæka Breta, en margir af afrískum og asískum uppruna tilheyra þeim hópi, og hlutfallslega hafa miklu fleiri úr þessum þjóðfélagshópum látist af völdum COVID-19 en úr öðrum þjóðfélagshópum.

„Það er mikið áhyggjuefni að í samfélögum fólks af afrískum og suðurasískum uppruna er mikið hik við að láta bólusetja sig, það á einnig við um fólk sem starfar í heilbrigðis- og umönnunargeiranum. Af þeim sökum höfum við gripið til umfangsmikilla aðgerða á nokkrum svæðum. Í þeim taka trúarleiðtogar, heilbrigðiskerfið og forystumenn samfélaganna þátt,“ sagði Stevens.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Vaxandi óánægja með yfirmann Alríkislögreglunnar

Vaxandi óánægja með yfirmann Alríkislögreglunnar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hægri- og vinstrimenn Bandaríkjanna keppast við að sverja af sér meinta skotmanninn – En hvað er vitað um skoðanir hans?

Hægri- og vinstrimenn Bandaríkjanna keppast við að sverja af sér meinta skotmanninn – En hvað er vitað um skoðanir hans?
Pressan
Fyrir 5 dögum

Myrti börnin sín – Líkin fundust fjórum árum síðar í ferðatöskum keyptum á netuppboði

Myrti börnin sín – Líkin fundust fjórum árum síðar í ferðatöskum keyptum á netuppboði
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ætla að refsa útlendingum sem gera lítið úr andláti Charlie Kirk

Ætla að refsa útlendingum sem gera lítið úr andláti Charlie Kirk
Pressan
Fyrir 5 dögum

Endurfundir Harry og Karls helmingi lengri en þeir síðustu – Lét falleg orð falla um föður sinn

Endurfundir Harry og Karls helmingi lengri en þeir síðustu – Lét falleg orð falla um föður sinn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Er þetta maðurinn sem skaut Charlie?

Er þetta maðurinn sem skaut Charlie?