Miðvikudagur 03.mars 2021
Pressan

Dæmdur í 10 ára fangelsi fyrir tölvupóstssvindl – Hafði 11 milljónir dollara upp úr krafsinu

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 18. febrúar 2021 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nígeríumaðurinn Obinwanne Okeke var á þriðjudaginn dæmdur í 10 ára fangelsi af dómstól í Virginíu í Bandaríkjunum. Hann var fundinn sekur um að hafa verið maðurinn á bak við umfangsmikið tölvupóstsvindl sem beindist gegn breska fyrirtækinu Unatrac Holding Limited. Höfðu Okeke og félagar hans 11 milljónir dollara upp úr krafsinu.

CNN skýrir frá þessu. Fram kemur að fyrir dómi hafi komið fram að með klækjum og eftirhermum hafi Okeke tekist að hafa 11 milljónir dollara af fyrirtækinu.

Unatrac Holding Limited selur iðnaðarvélar fyrir CaterpillarOkeke og félagar hans komust yfir innskráningarupplýsingar í tölvukerfi fyrirtækisins með því að lauma spilliforritum inn í tölvukerfin. Í apríl 2018 féll yfirmaður hjá Unatrac fyrir tölvupósti sem þrjótarnir sendu og þannig komust þeir yfir innskráningarupplýsingar. Að þeim fengnum gátu þeir sent beiðnir um peningasendingar en með þeim sendu þeir falsaða reikninga. 11 milljónir dollara voru þannig sendar úr landi á vegum Unatrac.

Okeke sem hafði verið hampað sem lofandi frumkvöðli játaði sakir eftir að hann var handtekinn í júní á síðasta ári þegar hann fór í heimsókn til Bandaríkjanna. Hann hafði vakið svo mikla athygli að hann komst á lista Forbes yfir 30 mest lofandi frumkvöðlana undir þrítugu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Staðhæfingar um kosningasvindl geta reynst koddakónginum dýrar

Staðhæfingar um kosningasvindl geta reynst koddakónginum dýrar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fleiri milljónamæringar í Lundúnum en New York

Fleiri milljónamæringar í Lundúnum en New York
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ný rannsókn – Öfgasinnað fólk á erfiðara með að leysa flókin verkefni

Ný rannsókn – Öfgasinnað fólk á erfiðara með að leysa flókin verkefni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Segja að stefna Trump í umhverfismálum hafi kostað mörg þúsund mannslíf

Segja að stefna Trump í umhverfismálum hafi kostað mörg þúsund mannslíf
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sjáðu myndbandið: Sleppti börnunum fram af þriðju hæð

Sjáðu myndbandið: Sleppti börnunum fram af þriðju hæð
Pressan
Fyrir 5 dögum

Finnar grípa til harðra sóttvarnaaðgerða

Finnar grípa til harðra sóttvarnaaðgerða