fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Pressan

Kaldrifjuð morð og átök glæpagengja í Kaupmannahöfn – Sænsk glæpasamtök tengjast átökunum

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 8. desember 2021 07:01

Danskir lögreglumenn við störf. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það sem við sjáum þessa stundina er sérstaklega ofbeldisfullt. Það eru kaldrifjuð morð, það er ekið hratt um göturnar, menn eru taugaveiklaðir og aka saman í bílalestum. Það er viðurkennt og samþykkt að maður verði að fara út og drepa einhvern.“

Þetta sagði Torben Svarrer, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni í Kaupmannahöfn, á fréttamannafundi í gær þar sem hann ræddi þá stöðu sem er uppi í borginni vegna morða síðustu daga. Talið er að skipulögð glæpagengi takist á og hika þau ekki við að beita skotvopnum og drepa liðsmenn andstæðra gengja.

Síðan síðasta fimmtudag hafa þrír verið skotnir til bana og fjórir særðir í þessum átökum. Sú mynd blasir eiginlega við öllum að glæpagengi séu að takast á og að allt sé á suðupunkti í undirheimunum. Inn í þessi átök blandast síðan sænsk glæpasamtök og sænskir afbrotamenn sem koma yfir Eyrarsund til fremja afbrot. Til dæmis er einn Svíi í haldi lögreglunnar grunaður um morð á fimmtudaginn. Danska og sænska lögreglan vinna því náið saman að rannsókn þessara mála og annarra enda láta glæpamenn landamæri ekki stöðva sig.

Svarrer sagði að engin vafi leiki á að glæpagengi takist á í borginni en sagði að myndin væri frekar „óskýr“. Ekki sé hægt að segja til um hvaða gengi séu að takast á eins og hefur yfirleitt verið hægt þegar átök glæpagengja hafa staðið yfir. Hann sagði að annars vegar sé um að ræða glæpagengi sem lögreglan þekki vel til en hins vegar séu andstæðingar þess eiginlega ekki glæpagengi, heldur frekar óljós hópur afbrotamanna sem eiga eitthvað sökótt við hvern annan og fyrrnefnd glæpasamtök.

Lögreglan handtók 12 meðlimi glæpagengja í gær og gerði húsleit á 25 stöðum. Við þessar húsleitir fundust barefli, stunguvopn og reiðufé. Hann sagði að þetta sýni að menn séu tilbúnir til átaka.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 4 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?