fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
Pressan

Amman kom til að hitta nýja barnabarnið – Þá uppgötvaði hún leyndarmál dóttur sinnar

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 8. desember 2021 06:04

Frá fæðingardeildinni. Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar Anna Broos Williams og eiginmaður hennar sögðu frá væntanlegri fjölgun hjá þeim glöddust fjölskyldur þeirra og vinir að sjálfsögðu mjög. Móðir Önnu hafði lengi beðið eftir að eignast barnabarn og það sama átti við um tengdaforeldra hennar.

En eins og flestir vita þá fara meðgöngur ekki alltaf samkvæmt áætlun og eitt og annað óvænt getur komið upp á eða í ljós. Það gerðist einmitt hjá Önnu því þegar hún var í mæðraskoðun heyrðu læknar tvo hjartslætti en ekki einn. Hjónin áttu sem sagt von á tvíburum.

Fyrsta hugsun þeirra hjóna var að hringja í alla ættingja og vini og segja þeim þessi gleðitíðindi en eftir smá umhugsun ákváðu þau að sitja á stóra sínum og halda þessu leyndu og gefa fjölskyldum sínum smá auka „jólagjöf“ þetta árið en Anna átti að eignast börnin fyrir jólin.

Fæðingin gekk síðan eins og í sögu og skömmu síðar fengu spenntir afar og ömmur að koma í heimsókn til að hitta nýja barnabarnið, algjörlega óafvitandi að tvö börn höfðu komið í heiminn.

Í þessu bráðskemmtilega myndbandi hér fyrir neðan sjást viðbrögð móður Önnu  þegar hún komst að því að börnin voru tvö.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

13 ára gömlum var honum rænt af heimili sínu, pyntaður í 43 tíma og svo skotinn í bakið – lifði af en situr eftir stórskuldugur

13 ára gömlum var honum rænt af heimili sínu, pyntaður í 43 tíma og svo skotinn í bakið – lifði af en situr eftir stórskuldugur
Pressan
Fyrir 2 dögum

Áhrifavaldur á Youtube ákærður fyrir dreifa barnaníðsefni

Áhrifavaldur á Youtube ákærður fyrir dreifa barnaníðsefni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Starfsmaður veitingastaðar dæmdur í ellefu ára fangelsi fyrir ógeðslegt athæfi

Starfsmaður veitingastaðar dæmdur í ellefu ára fangelsi fyrir ógeðslegt athæfi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Konur græða meira en karlmenn á jafn mikilli hreyfingu

Konur græða meira en karlmenn á jafn mikilli hreyfingu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Efnuð hjón töldu sig hafa fundið draumabarnapíuna en hún reyndist vera þeirra versta martröð

Efnuð hjón töldu sig hafa fundið draumabarnapíuna en hún reyndist vera þeirra versta martröð
Pressan
Fyrir 5 dögum

Gabba og lokka börn til að fremja morð

Gabba og lokka börn til að fremja morð
Pressan
Fyrir 6 dögum

Læknar voru sannfærðir um að hann væri á eiturlyfjum, þangað til þeir kíktu í eyrað á honum

Læknar voru sannfærðir um að hann væri á eiturlyfjum, þangað til þeir kíktu í eyrað á honum
Pressan
Fyrir 6 dögum

Stúlkan sem sögð er andstæða Gretu Thunberg sækir um hæli í Bandaríkjunum

Stúlkan sem sögð er andstæða Gretu Thunberg sækir um hæli í Bandaríkjunum