fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
Pressan

Amman kom til að hitta nýja barnabarnið – Þá uppgötvaði hún leyndarmál dóttur sinnar

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 8. desember 2021 06:04

Frá fæðingardeildinni. Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar Anna Broos Williams og eiginmaður hennar sögðu frá væntanlegri fjölgun hjá þeim glöddust fjölskyldur þeirra og vinir að sjálfsögðu mjög. Móðir Önnu hafði lengi beðið eftir að eignast barnabarn og það sama átti við um tengdaforeldra hennar.

En eins og flestir vita þá fara meðgöngur ekki alltaf samkvæmt áætlun og eitt og annað óvænt getur komið upp á eða í ljós. Það gerðist einmitt hjá Önnu því þegar hún var í mæðraskoðun heyrðu læknar tvo hjartslætti en ekki einn. Hjónin áttu sem sagt von á tvíburum.

Fyrsta hugsun þeirra hjóna var að hringja í alla ættingja og vini og segja þeim þessi gleðitíðindi en eftir smá umhugsun ákváðu þau að sitja á stóra sínum og halda þessu leyndu og gefa fjölskyldum sínum smá auka „jólagjöf“ þetta árið en Anna átti að eignast börnin fyrir jólin.

Fæðingin gekk síðan eins og í sögu og skömmu síðar fengu spenntir afar og ömmur að koma í heimsókn til að hitta nýja barnabarnið, algjörlega óafvitandi að tvö börn höfðu komið í heiminn.

Í þessu bráðskemmtilega myndbandi hér fyrir neðan sjást viðbrögð móður Önnu  þegar hún komst að því að börnin voru tvö.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Vaxandi óánægja með yfirmann Alríkislögreglunnar

Vaxandi óánægja með yfirmann Alríkislögreglunnar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hægri- og vinstrimenn Bandaríkjanna keppast við að sverja af sér meinta skotmanninn – En hvað er vitað um skoðanir hans?

Hægri- og vinstrimenn Bandaríkjanna keppast við að sverja af sér meinta skotmanninn – En hvað er vitað um skoðanir hans?
Pressan
Fyrir 5 dögum

Myrti börnin sín – Líkin fundust fjórum árum síðar í ferðatöskum keyptum á netuppboði

Myrti börnin sín – Líkin fundust fjórum árum síðar í ferðatöskum keyptum á netuppboði
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ætla að refsa útlendingum sem gera lítið úr andláti Charlie Kirk

Ætla að refsa útlendingum sem gera lítið úr andláti Charlie Kirk
Pressan
Fyrir 5 dögum

Endurfundir Harry og Karls helmingi lengri en þeir síðustu – Lét falleg orð falla um föður sinn

Endurfundir Harry og Karls helmingi lengri en þeir síðustu – Lét falleg orð falla um föður sinn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Er þetta maðurinn sem skaut Charlie?

Er þetta maðurinn sem skaut Charlie?